Kvartmílan > Alls konar röfl
AIRBRUSH MEÐ STÓRUM STÖFUM :)
Ýrr TattooBike:
Sæl/ir allir og þakkir fyrir áhugaverða umfjöllun í minn garð og "collega" minna.
Ég heyrði af þessarri umfjöllun og eftir smá umhugsun ákvað ég að skjótast aðeins hingað inn og leggja orð í belg.
Ég heiti Ýrr, og miðað við þráðinn tel ég mig vita að þið þekkið flest deili á mér, amk eftir þessa umfjöllunn á þræðinum.
Bílar og Sport ætla að fjalla um custom art, væntanlega í mai, og er eitt og annað í umhugsunar prósess hvað það varðar. Þá verður væntanlega kynntir þeir aðilar sem starfa við þetta nú þegar og geta sýnt fram á verk þess efnis. Það kunn vera ég og svo "collegi" minn, að NAFNI Orlando, sem er frá Panama. Hann fór einmitt í gær til þeirra félaga hjá bílar og sport og átti orð við þá. Í kjölfarið höfðu þeir í Poulsen samband við mig, m.a fyrir hönd þeirra, í bílar og sport, vegna þessarrar væntanlegu umfjöllun í blaðinu í vor.
Það kemur svo bara allt í ljós þá og þið getð lesið allt um það þegar að því kemur.
Í sumar verður námskeið hjá Poulsen, námskeið í Airbrush tækni, þar mun ég og einn af mínum lærifeðrum, að nafni Craig Fraser - http://www.gotpaint.com kenna áhugasömu myndlistarfólki að nota airbrush við sína list, en airbrush er ekki einungis nytsamleg í bílasprautun.. heldur í alla listsköpun.
Þakkir fyrir áhugaverða umræðu, og að flestu leyti góð innlegg þar sem umræðan snerist um viðfangsefnið en ekki grunnhyggnar og óviðeigandi vangavelltur sem ekki áttu heima í umræðunni.
Vil ég í kjölfarið minna þá sem það á við, að halda sig við efnið og muna að spjallþræðir eru ekki ósýnilegir og þarf að ganga um slíka vefi af varkárni og virðingu í garð náunganns.
Vonandi koma þessar uppls að gagni og varpi skærara ljósi á umræðuna .
Þakkir til ykkar sem gáfu verkum mínum góð orð
og Langbarði Takk fyrir stuðninginn Vinur) Rock on!!
Kveðja
Ýrr
http://tattoobike.com
-Eysi-:
lýst vel á þetta. Ég mæti á þetta námskeið mátt bóka það :wink:
ingvarp:
ég mæti á námskeiðið 8) 8) 8)
Langbarði:
Sæl öll saman og sérsaklega þú Ýrr gaman að fá þig með í spjallið 8) tala nú ekki um þar sem þú ert aðal umræðu efnið og það sem þú tengist ég vil sérstaklega þakka þér fyrir að hafa tenkt list þína við airbrush enda tími til kominn að landinn hafi val og fái að njóta smá af þínu hugmyndar flugi sem virðist vera endalaust :) Garðar það er gaman að hafa þig með Smári þú ert nú ekk síður að standa þig 8)
Takk allir áhugasamir og vonandi eiga sem flestir eftir að verða þess aðnjótandi að aka um á lystaverki 8)
Talandi um flame njótið
:lol:
ingvarp:
ég hef ekkert að gera þannig að ég fór að leita að bílum á google :D
ljótt að sjá þennann benz :?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version