Author Topic: Má ekki fara að taka hér aðeins til?  (Read 10403 times)

Offline hreinskilin

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Re: Hreinskilinn?
« Reply #20 on: February 19, 2008, 16:07:21 »
429Cobra
 
Það breytir litlu hvort það sé Jón eða Séra Jón sem er að skrifa eða hvort allir viti hver það er heldur að skilaboðin komist til skila,þú átt að vera verðmetinn af orðum/skoðunum en ekki kunningsskap eða stöðu

Er hinnsvegar allveg sammál að það eiga að stoppa allan óþveraskap í skrifum manna þar sem verið er að skaða orðstír viðkomandi,það á ekki að lýðast

Eigum við ekki að hætta þessu og tala um Bíla og Tæki

Offline 429Cobra

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.440
    • View Profile
Og hann póstar og póstar og óstar og........................
« Reply #21 on: February 19, 2008, 16:20:58 »
Sælir félagar. :)

Já sæll sértu Hrannar.

Það getur enginn kært þig um höfunarréttarstuld á þínum eigin orðum.
Og þar sem orð hafa aldrei skaðað mig þá gera þín það örugglega ekki, og já það er búið að senda mér þennan póst og ég vona að þú sért stoltur af honum  :!:  :!:

Og til þín "Hr hreinskilin" þá skiptir það öllu hvað varðar trúverðugleika að menn setji nafn sitt undir sín skrif/skoðanir, sem að sjálfsögðu eru þeirra eigin.

Um annað í þessum síðasta pósti þínum er ég þér sammála.
Kveðja.<br />Hálfdán Sigurjónsson.   :roll:<br /><br />Losing Is Natures Way Of Saying YOU SUCK.<br /><br />Öll endurbirting á skrifum mínum á þennan vef eða annars staðar er bönnuð nema að fengnu skriflegu samþykki höfundar.

Offline gstuning

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 356
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #22 on: February 19, 2008, 16:29:55 »
Það að fara viðhalda pólitísku köldu stríði á þessu spjalli ætti ekki að leyfast.
Með því að hreinsa í burtu óþröskuð orðaskipti fullorðins fólks.

Þeir sem skrifa hér á vefinn óþroskuð svör eða eru að kalla aðra nöfnum sýna sinn þroska, einnig virðist margur hraustari fyrir aftann lyklaborðið heldur enn útá götu fyrir framann aðra.

Menn eiga alltaf að fara varlega með það sem þeir láta útúr sér hvort sem það er face2face eða á internetinu.

Ég sé þetta eingöngu á þessu spjalli, sem er fyndið því að hérna eru skráðir flestir fullorðnir á þeim spjöllum sem ég fer inná.
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson -Dyno Dynamics-
Dyno Time 34h |

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #23 on: February 19, 2008, 16:50:35 »
já það er magnað að menn skuli skrifa á opinberann vef eitthvað sem ekki má hafa eftir þeim..
 
 það er kannski svipað og að keppa í opinberri kvartmílu á tæki sem þú smíðaðir sjálfur og banna öllum að taka myndir af því..

Offline hreinskilin

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 5
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #24 on: February 19, 2008, 16:57:41 »
Quote from: "maggifinn"
já það er magnað að menn skuli skrifa á opinberann vef eitthvað sem ekki má hafa eftir þeim..
 
 það er kannski svipað og að keppa í opinberri kvartmílu á tæki sem þú smíðaðir sjálfur og banna öllum að taka myndir af því..


Og það sé bannað að segja eða sýna tímann :lol:

Offline JONNI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 612
    • View Profile
    • http://www.jonassonmotorsports.com
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #25 on: February 19, 2008, 19:03:41 »
Jæja þá eruð þið alveg að tapa ykkur í ruglinu.................svona gerist alltaf þegar menn hafa ekki nóg fyrir stafni.
1972 Stingray Corvette 434 TKO 600
1972 Vega GT LS1 T56
1993 Trans Am 383 T56
1970 Trans Am RA3

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #26 on: February 19, 2008, 20:19:43 »
Gott er að sjá að það virðist enginn ósammála þessu sem ég skrifaði en ég tel málið ekki útrætt fyrr en það er komin yfirlýsing frá þeim sem hér ráða í umboði Kvartmíluklúbbsins um þær meginreglur sem gilda um skrifin hér.  Persónulega finnst mér að henda megi skrifum sem innihalda:

-Orðræðu sem er í andstöðu við markmið Kvartmíluklúbbsins eða skrifuð til að skemma fyrir kvartmíluíþróttinni.
-Aðdróttanir að fólki þar sem talað er niðrandi um það, það uppnefnt eða ætlaðar annarlegar kenndir eða veikindi.
-Skrifum þar sem skrifari neitar umbeðinn að segja til nafns.

Það er allt í lagi að ritstjórar aðvari skrifara sem fer einu sinni yfir strikið en láti hann sér ekki segjast ætti að banna viðkomandi um ákveðinn tíma (1-2 mán?).  Viðkomandi getur svo sótt um aðgang að þeim tíma liðnum ef hann/hún kærir sig um.  Ef einhver bannaður reynir að komast inn á öðru netfangi þá lengist bara bannið x2.

Þessi síða á ekki að vera eins og eitthvert ókeypis fjarnám fyrir fólk sem kann ekki að fara eftir svona reglum einfaldlega vegna þess að það sem farið er fram á heitir mannasiðir og Kvartmíluklúbburinn hefur víst öðrum hnöppum að hneppa en að leiðbeina fólki um eitthvað sem það á að hafa lært heima hjá sér.

Það er mikil umferð um þessa annars ágætu síðu sem er ánægjulegt fyrir KK og eykur líkurnar á að fyrirtæki sjái hag í að auglýsa hér. En ákvöðrum þeirra byggist líka á þeim standardi sem er á skrifum hér.  Áhyggjur um að síðan verði lélegri ef svona reglum er beytt eru alveg ástæðulausar.  

Ragnar
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline maxel

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 431
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #27 on: February 19, 2008, 22:04:59 »
Að meira segja þessi þráður er komin í vitleysy... get a grip!

Offline DariuZ

  • In the pit
  • **
  • Posts: 94
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #28 on: February 19, 2008, 23:51:09 »
Quote from: "1966 Charger"
Gott er að sjá að það virðist enginn ósammála þessu sem ég skrifaði en ég tel málið ekki útrætt fyrr en það er komin yfirlýsing frá þeim sem hér ráða í umboði Kvartmíluklúbbsins um þær meginreglur sem gilda um skrifin hér.  Persónulega finnst mér að henda megi skrifum sem innihalda:

-Orðræðu sem er í andstöðu við markmið Kvartmíluklúbbsins eða skrifuð til að skemma fyrir kvartmíluíþróttinni.
-Aðdróttanir að fólki þar sem talað er niðrandi um það, það uppnefnt eða ætlaðar annarlegar kenndir eða veikindi.
-Skrifum þar sem skrifari neitar umbeðinn að segja til nafns.

Það er allt í lagi að ritstjórar aðvari skrifara sem fer einu sinni yfir strikið en láti hann sér ekki segjast ætti að banna viðkomandi um ákveðinn tíma (1-2 mán?).  Viðkomandi getur svo sótt um aðgang að þeim tíma liðnum ef hann/hún kærir sig um.  Ef einhver bannaður reynir að komast inn á öðru netfangi þá lengist bara bannið x2.

Þessi síða á ekki að vera eins og eitthvert ókeypis fjarnám fyrir fólk sem kann ekki að fara eftir svona reglum einfaldlega vegna þess að það sem farið er fram á heitir mannasiðir og Kvartmíluklúbburinn hefur víst öðrum hnöppum að hneppa en að leiðbeina fólki um eitthvað sem það á að hafa lært heima hjá sér.

Það er mikil umferð um þessa annars ágætu síðu sem er ánægjulegt fyrir KK og eykur líkurnar á að fyrirtæki sjái hag í að auglýsa hér. En ákvöðrum þeirra byggist líka á þeim standardi sem er á skrifum hér.  Áhyggjur um að síðan verði lélegri ef svona reglum er beytt eru alveg ástæðulausar.  

Ragnar


Mér finnst að það þurfi ekkert að segja til nafns frekar en einstaklingurinn vilji það... Og að banna menn á spjallinu fyrir að segja ekki til nafns er glatað.

Allt annað finnst mér vera flott ;)

P.s Þegar þú skráir þig þá skrifaru þitt nafn og ættu "moddar og stjórnendur" að sjá nöfnin þar og það er alveg nog.

Kv..
Hrannar
Hrannar Markússon

Offline TONI

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.747
    • View Profile
Stoppa þráð
« Reply #29 on: February 20, 2008, 00:11:09 »
Eitt sinn lýsti ég yfir einhverjum skoðunum mínum á fólki frá framandi löndum og eftir ekki langan tíma var sá þráður "frystur" og meira var ekki að segja um málið því það var bara ekki hægt. Er þetta ekki bara málið að þið sem ráðið ríkjum "frysti" þræðina alveg eða til skamms tíma og sendið deilendum einkapóst um að hafa sig hæga. Þetta er jú vinna en sú vinna er eflaust rétt til að byrja með, svo sjá menn að ef menn vilja halda þræðinum opnum spara menn stóru orðin eða sem er  einnig gott að sleppa því að svara þeim sem eru að búa til leiðindi eða hafa sterkar skoðanir á því sem er rætt um. Þar má t.d taka L2C þráðinn til fyrirmyndar, menn oft á tíðum einfaldlega svara ekki því sem er þeim ekki að skapi og það verður ekki deilt um hlutina.
SÁ VÆGIR SEM VITIÐ HEFUR MEIRA.
Kv. Anton

Offline GTA

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 240
    • View Profile
Re: Stoppa þráð
« Reply #30 on: February 20, 2008, 00:47:45 »
Quote from: "TONI"
Eitt sinn lýsti ég yfir einhverjum skoðunum mínum á fólki frá framandi löndum og eftir ekki langan tíma var sá þráður "frystur" og meira var ekki að segja um málið því það var bara ekki hægt. Er þetta ekki bara málið að þið sem ráðið ríkjum "frysti" þræðina alveg eða til skamms tíma og sendið deilendum einkapóst um að hafa sig hæga. Þetta er jú vinna en sú vinna er eflaust rétt til að byrja með, svo sjá menn að ef menn vilja halda þræðinum opnum spara menn stóru orðin eða sem er  einnig gott að sleppa því að svara þeim sem eru að búa til leiðindi eða hafa sterkar skoðanir á því sem er rætt um. Þar má t.d taka L2C þráðinn til fyrirmyndar, menn oft á tíðum einfaldlega svara ekki því sem er þeim ekki að skapi og það verður ekki deilt um hlutina.
SÁ VÆGIR SEM VITIÐ HEFUR MEIRA.
Kv. Anton


Nákvæmlega það sem ég sagði hérna nokkrum póstum ofar, og stílaði sérstaklega á nokkra einstaklinga........ en áfram halda þeir.
GMC Yukon Denali XL
Pontiac Trans Am GTA
Jeep Wrangler V8-5.8L 44"
MMC Pajero 2.8 TDI 33"
Jeepster ´71 35"
Víking fellihýsi

Ágúst Markússon

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #31 on: February 20, 2008, 09:40:12 »
Það er allt gott og blessað... en við skulum nú samt ekkert vera að taka l2c spjallið til fyrirmyndar :)

Þar getur maður alveg tínst í vitleisunni, quoteum á quote ofan og
innihaldslausum svörum við tilgangslausum spurningum sem enginn spurði..
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline Bjarni Ben

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #32 on: February 20, 2008, 12:44:56 »
Er það ekki bara þannig að ef þú vilt ekki vera kallaður fæðingarhálfviti fyrir að segja það sem þér finnst, þá einfaldlega kallaru ekki einhvern annan fæðingarhálfvita fyrir það sem honum finnst...
Mér finnst ég hafa lært þetta einhverntímann mjög snemma í barnaskóla og var sagt meira að segja að þetta héti Gullna reglan.... einhverjir fleiri sem muna eftir því*? ég get ekki séð annað en að hún gildi hér líka...

En svo er eitt sem mér dettur í hug, að fá að tengjast þjóðskránni með spjallið og gera það að verkum að menn geta ekki skráð sig nema setja kennitöluna sína við innskráningu, þá eru menn einfaldlega neyddir til þess að skrifa undir nafni, því stjórnendur vefsins vita alltaf hver þú ert.

Ég er allavegana þeirrar skoðunar að það skiptir öllu máli að menn skrifi undir nafni, sama hvað það er, því þá einfaldlega segðu menn síður það sem þeir myndu ekki segja framan í viðmælendur sína.

Það myndi líka gera það að verkum að ef maður er bannaður eftir ítrekaðar meiðyrðasendingar þá getur maður ekkert skráð sig aftur, því maður hefur jú bara eina kennitölu.
Er alfarið sammála Ragnari að það ætti að banna menn sem ekki taka sönsum eftir að hafa fengið áminningar, því það er ekki neinum til góðs að hafa hér inni fólk sem ekki getur hamið sig fyrir aftan lyklaborðið.

Og ég heiti Bjarni Benedikt Gunnarsson og ég hef alltaf rétt fyrir mér, en reyni þó með fremsta megni að láta þá sem ekki sjá að ég hef rétt fyrir mér í friði með það.  :lol:

Offline DÞS

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 313
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #33 on: February 20, 2008, 15:05:31 »
djöfull eru menn að missa sig hérna :smt012
Davíð Þór Sævarsson

PONTIAC FIREBIRD TRANS-AM LQ9 408
1/4 10.5 @ 139 mph
www.youtube.com/d4bb1

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Má ekki fara að taka hér aðeins til?
« Reply #34 on: February 26, 2008, 13:52:19 »
Þessi þurfti að borga 800.000 fyrir meiðyrði sem hann skrifaði í einhverju ofsabloggkasti.  Vonandi dugar þessi refsing sem forvörn gegn skrifum sem niðurlægja og rægja fólk á vefsíðum
---------------------------------------------------------------------

Af Mbl.is:

Dómsmál: Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur til greiðslu miskabóta að upphæð 300.000 krónur fyrir ummæli sem hann viðhafði á bloggi sínu. Einnig var honum gert að útmá ummælin af vefsvæðinu og birta þar forsendur og dómsorð dómsins.

Þá voru ummælin dæmd dauð og ómerk og ákærða gert að greiða stefnandanum hálfa milljón króna í málskostnað.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2008/02/26/sekur_um_meidyrdi_a_bloggi/
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.