Er það ekki bara þannig að ef þú vilt ekki vera kallaður fæðingarhálfviti fyrir að segja það sem þér finnst, þá einfaldlega kallaru ekki einhvern annan fæðingarhálfvita fyrir það sem honum finnst...
Mér finnst ég hafa lært þetta einhverntímann mjög snemma í barnaskóla og var sagt meira að segja að þetta héti Gullna reglan.... einhverjir fleiri sem muna eftir því*? ég get ekki séð annað en að hún gildi hér líka...
En svo er eitt sem mér dettur í hug, að fá að tengjast þjóðskránni með spjallið og gera það að verkum að menn geta ekki skráð sig nema setja kennitöluna sína við innskráningu, þá eru menn einfaldlega neyddir til þess að skrifa undir nafni, því stjórnendur vefsins vita alltaf hver þú ert.
Ég er allavegana þeirrar skoðunar að það skiptir öllu máli að menn skrifi undir nafni, sama hvað það er, því þá einfaldlega segðu menn síður það sem þeir myndu ekki segja framan í viðmælendur sína.
Það myndi líka gera það að verkum að ef maður er bannaður eftir ítrekaðar meiðyrðasendingar þá getur maður ekkert skráð sig aftur, því maður hefur jú bara eina kennitölu.
Er alfarið sammála Ragnari að það ætti að banna menn sem ekki taka sönsum eftir að hafa fengið áminningar, því það er ekki neinum til góðs að hafa hér inni fólk sem ekki getur hamið sig fyrir aftan lyklaborðið.
Og ég heiti Bjarni Benedikt Gunnarsson og ég hef alltaf rétt fyrir mér, en reyni þó með fremsta megni að láta þá sem ekki sjá að ég hef rétt fyrir mér í friði með það.