Kvartmílan > Mótorhjól
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
Steini:
Skellinöðrur.
Eins og tillagan er þá þarf leðurfatnað ef farið er yfir 100 km hraða.
Ef hjól fara yfir þennan hraða er hægt að gíra hjólið öðruvísi ( skipta um tannhjól )
Lægri gírun, þá ná hjólin ekki eins miklum hraða en eru sneggri í hámarkshraðann.
Það getur veriið að það komi betur út á þessum 402 metrum. ( ¼ míla )
Þetta er eitthvað sem hver og einn þarf að prófa sig áfram með á sínu hjóli.
Öryggisbúnaður hjólamanna ( hjálmur, leðurföt, skór, hanskar ) er það eina sem getur bjargað ef ílla fer. Við höfum engin bílbelti ekki loftpúða ekki veltibúr.
Skellinöðrur eru flestar smíðaðar fyrir um 5 hestafla mótor og um 50 km hámarshraða.
Svo skilst mér að verið sé að setja 26-28 hestafla breytingu í mótor með hámarkshraða yfir 100 km hraða.
Flest hjólin ( grind, dekk, felgur, hjólalegur, demparar ) eru ekki smíðuð fyrir þetta afl og þennan hraða.
Tillagan er um að prófa þetta í sumar og sjá hvernig það kemur út.
Ég veit að þetta eru nokkuð strangar reglur, og leðurfatnaður er dýr.
Ef þetta gengur ekki þá er hægt að breyta þessu fyrir sumarið 2009.
Steini
bandit79:
--- Quote ---Skellinöðrur eru flestar smíðaðar fyrir um 5 hestafla mótor og um 50 km hámarshraða
--- End quote ---
Sem er svo rangt hjá þér ... þær eru innsiglaðar í niður í 50km/t vegna EEC stöðlum sem gilda fyrir evrópu markað. Þær fara frá 80-100km/t beint úr verksmiðju og er vel hannaðar fyrir öflugari breytingar. Sem dæmi þá er RS50 hjólið mitt með nánast sömu grind og RS125. Þessar 26-28 HP tölur eru soldið ýktar og það þarf geðveika stillingu og allt þarf að smella samann til að ná þessum tölum. Býst við að algjört hámark er um 15-18 HP fyrir þær nöðrur sem er hér á landi .. því ég er búinn að hjálpa nokkrum að þeim með að redda hlutum sem koma á míluna í sumar.
En auðvitað eru reglur hugsaðar fyrir öruggi hjólamanna og ég ber fulla virðingi fyrir þeim... EN mér fynnst leðurfatnaður fyrir nöðrur vera aðeins of mikið af því góða.. hef verið í þessu í bráðum 14 ár og aldrei notað leður.
Það má samt búast við mikilli mætingu í 50ccm flokkinn í ár! :D (betra en síðasta ár þar sem 4 mættu í mesta lagi á hjólamíluna.)
Valli Djöfull:
Tillaga samþykkt
burger:
Ég er einn af þessum sem ætla að reyna að mæta a sem flestar keppnir og æfingar :D
og ég hef bara varla efni á leðurbuning fyrir nöðruna og ef ég myndi kaupa leddara hefði ég ekki efni á tuni í hjólið :(
þannig þá myndi ég ekki mæta vegna þess hjolid fer bara upp i 80 eda ca 85 mestalagi sem er ekkert hratt og væri því heila eilífð ut 1/4 miluna :x
svo er leðurbuningur aðeins komin út í öfgar á skellibjöllu vegna þess að þær fara ekki hratt en hafa ágæta upp hröðun,svo er bara beint út of mikið að vera í fullum leðurgalla :roll:
svo ég var að hugsa hvort svo bakkbrynja eða peysu brynja með öllum hlifum nyrnabelti olboga axlar bak og bryngu hlifar væri nóg og svo eitthverja sterkar buxur td goretex og svo vera í þykkri peysu eða eitthverju utan yfir peysubrynjuna og svo mx eða götuhjóla skó svo auðvitað hjálm og hanska!!
fengi maður að keppa í þessu outfitti???
annars hlakkar mig til mílurnar í sumar og verða þar nokkrar svaka nöðrur í sumar og margar :twisted: :twisted:
Steini:
Bandit79
Ég er ekki að segja að hjólið þitt geti ekki verið öruggt á 150 km hraða.
Þegar verið er að útbúa reglur þá er reynt að gera það eftir bestu getu, og reynt að taka alla hugsanlega möguleika með.
Á síðustu árum hefur verið flutt inn mikið af skellinöðrum frá Kína, bæði með vespu útliti og með hefðbundnu útliti. Eru þessi hjól örugg á yfir 100 km hraða.
Ég er ekkert að setja út á kínversku hjólin en tek þau sem dæmi.
Af minni hálfu er þessari umræðu lokið.
Steini
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version