Author Topic: Bráðum verður þetta svona hjá okkur....  (Read 3961 times)

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« on: February 13, 2008, 01:37:45 »
Glæsilegt tímaskilti... steypt guardrail... verið að setja nýja steypu í burnoutið...


og ekki má gleyma nýju stjórnstöðinni sem verið að er að mála að innan og gera fínt þegar uppfærslurnar á brautinni standa yfir...


Sjáið alla sponsorana!
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #1 on: February 13, 2008, 09:45:31 »
Hæ.
  Af því ALLAR brautir í amerikueru miklu betri en okkar....Ég hef farið á svona "lokal" brautir í vesturbyggð sem voru með 5" gap á milli þar sem steypan og malbikið mættust... Og malbiksbrautir með HOLU á startlínunni.
  Keppendur þurftu að passa sig að stilla upp til hliðar til að sleppa við holuna í startinu...
   Einsog ég sagði eru þetta svona "lokal" brautir þar sem koma kannski 150-250 "keppendur í TT eða match race og allir þekkja alla og yfirleitt voða skemmtilegar brautir.....  Við höfum alltaf tilhneigingu til að bera okkur saman við Toppinn í útlöndum......  
Hafiði séð muninn á Akureyrarflugvelli og JFK.   Bara loka honum strax..
 
 Í fyrra fór ég með tvo dani uppá braut sem eru báðir að keppa á hjólum í danaveldi, en höfðu farið á brautir (til að keppa) í Svíþjóð/norge/þýskalandi....  Og ég byrjaði náttúrlega að afsaka mig
"jasko við erum að fara að laga þetta sko alveg bráðummmmm"   en þeir gengu startið og aðeins fram og aftur ..........."Þetta er fínt"  var kommentið frá þeim... þeir eru báðir með 8,00 götuhjól  engir slikkar ekki prjóngrind og lengingar bannaðar....
   Verum ekki í þunglyndi yfir þessu öllu ..... Einar Birgis var að fara 1,18 60ft.  Og vafalaust eru þeir bestu í USA með betri 60ft...  En ef EB fengi að prufa nokkrar gerðir af flækjum og svona vörubretti af converterum  ásamt 450 stört bara í að stilla demparana...Efast ég ekki um að hann næði betra starti     Svo það er kannski ekki bara brautin sem þarf að "uppdeitast"...
   Er bara að reyna að koma að smá Polly Önnu hugarfari hjá okkur svona í skammdeginu...

Með sólarkveðju....Valur Vífilss........ljósberi
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #2 on: February 13, 2008, 10:15:30 »
Þakka þér fyrir Valur :smt041

Offline DÞS

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 313
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #3 on: February 13, 2008, 12:30:32 »
hehe góð ræða:)

væri gaman að sjá samt einhverjar breytingar samt, maður er alltaf að vona
Davíð Þór Sævarsson

PONTIAC FIREBIRD TRANS-AM LQ9 408
1/4 10.5 @ 139 mph
www.youtube.com/d4bb1

Offline Einar K. Möller

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.957
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #4 on: February 13, 2008, 14:24:24 »
Ohhh..... ég var ekki að dissa brautina okkar.... bara þar sem það er búið að að tala um að það séu breytingar á næstu grösum þá skaut ég þessu fram fyrir húmorssakir.

Ég hef séð verri brautir en okkar í Kanaveldi....
2004 Porsche Cayenne S

Class racing is filled with all kinds of specified engine regulations, weights, and things like that, no one is rewarded for any sort of outside thinking!

Offline Lindemann

  • Certified safety inspector
  • Stjórn KK
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 538
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #5 on: February 13, 2008, 19:26:16 »
kvartmílubrautin er a.m.k. töluvert öruggari, sléttari og betri en spyrnubraut unga fólksins---------------grandinn  :shock:

 :wink:
Kv. Jakob B. Bjarnason

Offline DariuZ

  • In the pit
  • **
  • Posts: 94
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #6 on: February 13, 2008, 19:29:41 »
Einar...  Hugsaðu þér ef það hefði verið ég sem gerði þetta  :lol:  shiii hvað fólk hefði misskilið mig MUN meira hehee...
Hrannar Markússon

Offline eva racing

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 611
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #7 on: February 13, 2008, 22:04:39 »
Hæ.
   Ég var ekki að segja að einn né neinn væri að dissa brautina,  enda hvernig ætti það að vera.  Þessi indæliræma sem hún er.
  Þessir Danir sem voru að skoða brautina eru báðir með svona V-2 Harley type motorhjól og annar, sem ég spjallaði meira við, átti 38mm þykkann bunka af miðum sem voru 8,0? en engann sem sagði 7,99 og hann var í þeim hremmingum á sinni heimabraut, að hjólið spólar eftir 200m Og einsog hann sagði að sjálfsögðu var það brautinni að kenna..En svo fór hann með hjólið bæði til Sverge og bretverjalands og sama sagan þar..
Svo núna er það orðið hjóli.
  Alltaf gott að kenna einhverju um ef illa gengur hjá manni.  Sem dæmi er brennivinið orðið svo dýrt að maður getur ekki verslað sé skó...

   Að sjálfsögðu vill maður sjá einhverjar bætur uppá braut og fagna því ég sem aðrir t.d. að koma Gardreilinu lengra frá brautinni og helst setja hana í sement.  Allavega finnst mér gardreilið ekki fýsilegt til áfalla fyrir hjólamenn.  Mig hryllir við því ef einhver dettur á þennann borðhníf og tala ekki um ef hann er á einhverri ferð og rennur á bitana sem halda langsumbitunum.
 Laga áhorfendastæði og færa girðingun við startið lengra frá brautinni og og og ....  En það er búið að gera helling og eiga viðkomendur miklar þakkir fyrir það, pittur, sjoppan, pallurinn etc.

Valur berfætti ljósberinn.
EVA frv. Racing.
------------------------
Valur Vífilsson.
Áður en yfir líkur þarf maður að: eignast Willys, Zippó,Harley Davidson.
ná 1,05 60 ft.

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #8 on: February 13, 2008, 22:52:50 »
Talandi um framkvæmdir,Valur!Hvernig gengur að byggja bílskúrinn??
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #9 on: February 15, 2008, 19:09:03 »
Quote from: "Sigtryggur"
Talandi um framkvæmdir,Valur!Hvernig gengur að byggja bílskúrinn??


 Það hlýtur að skotganga,, hann þarf jú ekki að vera nema meter á breidd, tveir á hæðina og 7 á lengd.
 
 Hefurðu athugað að kaupa steyptan hitaveitustokk frá Orkuveitunni?








 Kv; MaggiFinn. Þráðastelir

Offline Sigtryggur

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 402
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #10 on: February 15, 2008, 19:12:10 »
:smt081
Sigtryggur Harðarson
´66 Fairlane GT
  428 CJ
  13.613/100.67 mph
´01 Sporttrack
http://www.cardomain.com/ride/2385963

Offline Shafiroff

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 302
    • View Profile
Bráðum verður þetta svona hjá okkur....
« Reply #11 on: February 16, 2008, 02:29:06 »
sælir félagar.sigtryggur ekki vera að hrella kallinn,valur er búin að vera þarna nánast frá byrjun hann sér þetta í annari vídd þetta raðast öðruvísi upp hjá honum en ykkur.ég er sammála val gardrillið er varhugavert það vitum við svo er bara komin tími á fólkið,setja upp góðan pall með skjólvegg og setja það þannig upp að fólki líði það vel að það vilji ekki fara heim.en eins og við vitum þá dregst þetta oft á langin hjá okkur,og þá verður fólkinu kalt og þá er voðinn vís.þetta þarf að stoppa,svo er annað það þarf að kenna fólki reglurnar svo það geti fundið sér einhvern til að halda með,það er að mínu mati grundvallaratriði.