já ok er þetta á öllum svona bílum? ég hef nefnilega aldrei séð þetta
Þetta er á bílum sem eru ekki með nein grill að framan til að fá loftflæði á vatnskassann.
Var nú ekki svona á mínum og ekki var hann að ofhita sig...
Ertu viss um að það hafi ekki verið neinn vottur af þessum spoiler?
Þegar ég keypti '86 Trans Am-inn minn á sínum tíma var hann búinn að vera á verkstæði meira og minna í nokkra mánuði vegna þess að bíllinn hafði verið að ofhita sig. Það var búið að skipta um headpakkningu tvisvar, taka vatnskassann tvisvar í gegn ofl.
Ég prófaði bílinn innanbæjar í Reygíg og verslaði hann. Þegar ég var kominn rétt utan við Mosó á leið norður fór bíllinn að hitna og ég fann það út að ég gat keyrt hann á ca. 50 km/kl án þess að hann hitnaði. Ég var bara 9 klukkutíma á leiðinni norður á Akureyri.
Eftir miklar vangaveltur fundum við það út að spoilerinn vantaði. Ég bjó til heimasmíðaðan spoiler til að prófa og bíllinn virkaði fínt.
Ég frétti seinna af fleirum sem höfðu lent í þessu sama. Þú getur líka séð þetta á spjallborðum á netinu.
-j