Það er fullt af hjólum , það er bara enginn að leggja áherslu á þau því miður,
Ég er á kawasaki ER6n sem er hægt að fá innsiglað sem minnaprófshjól erlendis, en ég hef ekki heyrt um svoleiðis hér..
það eru til minnaprófshjól frá öllum þessum framleiðendum, hann Davíð Formaður okkar er ökukennari og er kannski með lista yfir þessi hjól sem eru í boði.
Vandamálið er að það virðist enginn íslendingur geta átt götuhjól nema það sé yfir 120 hestöfl, algjörlega óreyndir gaurar eru í kippum að kaupa sér lítershjól til þess að vera ekki minni menn. Umboðin vita þetta og pæla því ekki í hinu.
menn jafnvel bíða með að hjóla svo þeir geti sleppt minnaprófshjólinu, og verða þar af mikilvægri reynslu til að búa sig undir öflugri hjól.
Við ættum að koma upp lista hérna yfir minnaprófshjól og gera hann svo sticky. . . .