Author Topic: Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum  (Read 1505 times)

Offline Steini

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 262
    • View Profile
Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
« on: February 14, 2008, 00:57:44 »
Nokkuð góð mæting var á fundinn í Álfafell í kvöld og fjörugar umræður. Hér eru þær tillögur sem rætt var um á fundinum. Endilega spyrja ef eitthvað er óljósa.

Tillögur að breytingum í mótorhjólaflokkum
sem lagðar verða fram til atkvæðagreiðslu á næsta aðalfundi.

Að grunnflokkum verði skift upp í tvo hópa innan hvers undirflokks, þ.e. að til verði standardflokkur og modified.

Innan standardflokks verði mjög takmarkaðar breytingar leyfaðar, eingöngu verði leyft að nota powercommander og slipon og þá jetun í blöndungshjólum. Heimilt verði að breyta gírun og taka útstæða hluti af hjólun, þ.e. spegla, númerabracket o.þ.h.

Allar aðrar breytinar verði óheimilar.

Óheimilt verði að nota lengingar, strappa og hvern annan hjáparbúnað sem ekki telst til hefðbundinar notkunar í götuakstri. Nota skal eingöngu dælubensín án íblöndunarefna.

Í mod flokkum verði allar breytingar leyfar nema notkun auka aflgjafa og prjóngrinda. Dekkjanotkun verði frjáls svo lengi sem dekk séu DOT merkt og ætluð til notkunar undir mótorhjól. Að menn geri grein fyrir rúmtaksbreytingum og færist til um flokka sem því nemur.

Að SD flokk verði verði breytt þannig að hann færist að 1300 cc. ( 4-8 strokka 1001 – 1300 cc )

Að nýr flokkur komi inn SE, 4-8 strokka 1301 – 1500 cc.

Að grein 5.1.1 lágmarks munsturdýpt hjólbarða sé amk 2mm að aftan og 2mm að framan.

Að keppendur verða að vera með lokaðan hjálm.

Skellinöðrur sem fara yfir 100 km hraða og keppendur í öðrum flokkum en skellinöðruflokki verða að vera í leðurfatnaði sem er viðurkenndur og ætlaður til bifhjólaaksturs. ( á eftir að útfæra nánar ).

Að strappar sem notaðir eru til að strappa framdempara saman séu af viðurkenndri gerð ætlaðir í þessa notkun, boltaðir fastir en ekki kræktir, þannig að ef það slakar á þeim þá krækist þeir ekki af. http://secure.mycart.net/catalogs/catalog.asp?prodid=2744216&showprevnext=1

Að öðruleyti skulu núverandi reglur standa óbreyttar.

Einnig kom fram ósk um að sandspyrnureglum hjóla verði breytt, þannig að kross og endurohjól keppi ekki á móti stórum götuhjólum ( tvíhjólum )
Tillaga er að hafa hjól að 700 cc ( 0 – 700 cc ) í einum flokki og annan flokk, stærri en 700 cc .

Einnig þarf að samræma sandspyrnureglur KK og BA ef báðir klúbbarnir eru með keppnir til meistara.

Ég finn reyndar engar sandspyrnuhjólareglur á heimasíðu KK.

En hér eru reglur BA. http://www.ba.is/keppnir_new/keppnisreglur_2007__2007-09__sandspyrna_ba_02_2007-09-08.htm


Að þrír nýjir 2 cyl. flokkar komi inn.

2 strokka að 1500cc ( 0 – 1500 cc )
Breytingar á pústi leyfðar
Allar breytingar leyfðar á vél meðan rúmtak er innan flokks
Powercommander eða sambærilegt leyft
Nitro Bannað
Turbo Bannað
Hjólbarðar skulu vera dot merktir

2 strokka 1501 til 2000cc
Breytingar á pústi leyfðar
Allar breytingar leyfðar á vél meðan rúmtak er innan flokks
Powercommander eða sambærilegt leift
Nitro Bannað
Turbo Bannað
Hjólbarðar skulu vera dot merktir

2 strokka ofurhjól
Allar breytingar leyfðar
Hjólið skal standast eðlilegar kröfur um bremsur og annan öryggisbúnað samkvæmt öðrum reglum klúbbsins
Að öðruleiti er vísað til almennra keppnisreglna í mótorhjólaflokkum.

Ef þessir 2 strokka flokkar verða samþykktir þá detta 2 strokka hjól út úr gömlu flokkunum (SA, SB, CS ).