Author Topic: Nóni hættir í stjórn!  (Read 3883 times)

Offline Nóni

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.213
    • View Profile
    • http://www.icesaab.net
Nóni hættir í stjórn!
« on: February 10, 2008, 23:14:20 »
Þá er það opinbert, ég gef ekki kost á mér til frekari setu í stjórn félagsins.  Ýmislegt hefur breyst hjá mér síðan ég gaf kost á mér fyrst árið 2004, börnum hefur fjölgað úr einu í þrjú og svo hefur vinnan líka breyst, kominn í aðra vinnu.


Ég vil þakka öllum sem ég hef starfað með á þessum 3 1/2 ári í stjórn eða á æfingum og vinnu við brautina, á bílasýningum og keppnum.  Ég vil líka þakka öllum sem hafa keppt og æft á þessum tíma.


Það er líka þannig að þegar menn standa upp myndast pláss fyrir nýtt fólk sem kemur ferskt inn með hugmyndir og krafta. Þeir sem hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnar félagsins skulu endilega mæta á aðalfundinn og láta ljós sitt skína.



Kv. Nóni
Kv. Nóni

_______________

Jón Gunnar Kristinsson,
með SAAB á heilanum.
www.icesaab.net

Betra er að blása en að sjúga!
SAAB 9000 túrbó 1987    12.100 @ 115.0