Ég var þeirrar ánægju aðnjótandi í sumar að keyra vélsleðann hans Óla félaga míns í Stálnaust og vil ég því aðeins miðla af reynslu minni..
Númer eitt þegar farið er útí svona útgerð er að fá sér viðurkennt slikkabelti fyrir malbik, þau er hægt að fá í flestum lengdum og breiddum til að henta svo til hvaða sleða sem er. mjó belti eru léttari og stela minna vélarafli en krefjast meiri breytinga til að koma undir sleðana, þe. búkkinn er dýrari í smíðum eða kaupum. Hægt er að fá beltin í mismunandi mýktum rétt einsog slikkadekk. Óli keypti sitt belti lítið notað af Ebay.
Númer tvö er að græja skauta. Gott er að hafa í huga við smíði eða kaup á skauta að spindilpúðinn stiðji við skautann svo hann vísi framhlutanum upp þegar sleðinn prjónar. lítið gaman að lenda sleða eftir start með skautann lafandi næstum öfugan. Lítið vit er í að vera bara með gókartdekk eða svoleiðis undir sleða að framan því spindilhalli og slíkt í fjöðrun sleða hentar ekki vel á miklum hraða með einungis eitt hjól per fjöðrun. lengd skauta: min 15" max 21"
Skautarnir hans Óla voru smíðaðir í Stálnaust, í þá voru notuð dekk fyrir línuskauta sem voru þrælgóð,rándýr og entust bara eina keppni.umþb 12-15 ferðir.
Svo er það búkkinn, þar er fín lína milli þess að vera með þungan búkka, mörg hjól og mikið grip eða léttan búkka, fá hjól og lítið grip. Þetta veltur svolítið á beltinu, breidd og lengd en búkkar ætlaðir í kvartmílu eru dýrir og verðið fer hækkandi í samræmi við mögulegt grip. Það þarf að hugsa smíðina á búkkanum svo hann komi í staðinn fyrir loft einsog ef um venjulegt slikkadekk væri að ræða, því ekkert nema búkkinn ýtir beltinu niður í malbikið til að fá grip. Hægt er að fá hjólasett til að breyta std búkkum eða heila komplett búkka sérætlaða í dragg hjá flestum aðilum sem selja slikkabelti. Óli fékk sínum búkka breytt í Stálnaust og fóru í hann 18 hjól.
Kæling er svo aðalhausverkurinn þegar komið er uppá braut, því beltið kastar engum snjó á kæligreinarnar. Við tengdum mekanískan hitamæli á heddið sem ég gat fylgst með á ferðinni. Hiti var þannig séð ekki vandamál en kælitíminn var langur.
Erlendis eru menn búnir að stytta kælitímann helling með því að vera með kælikart sem dælir vatni í gegnum kælikerfi sleðans. Þá eru þeir með hraðtengi á vatnslögnunum í skottinu á sleðanum þarsem vatnið fer til baka í gegnum kæligreinina og dæla því í gegnum klakafyllt kælibox eða vatnskassa með viftu.
Svo með það að keyra svona apparat,,,,,, ég kann það ekki og ég mæli með að menn hafi að minnsta kosti prufað sleða í snjó fyrst.
http://www.nationalspeedassociation.com/http://www.rpmextreme.com/http://www.wahlracing.com/store/http://www.stalnaust.is