Þessi V12 Jaguar var lengi vel ógurlegt leyndarmál hjá Gísla.Það hefur verið í kring um 1985,sem Gylfi Pústmann átti gríðar fallegan Porche 911 með sama útlit og Turbo bíllinn.Gísli ágirntist þennan bíl mjög og bauð Gylfa viðskifti þar sem Jaguarinn átti að koma í skiftum.Fór ég með Gylfa niður á Suðurlandsbraut,þar sem B&L voru þá,inn í eitthvert hliðarhús og þar inn í geymslu sem var læst með hengilás,og þar voru umræddur Jaguar og DixieFlyer bíllinn sem var lengst af á Akureyri.Skoðuðum við Jaguarinn og Gylfi tók af honum mynd á Polaroid myndavél,sem hann lagði síðan á frambrettið á DixieFlyernum.Dvaldist okkur þarna nokkra stund,og þegarvið gengum út ,tók Gylfi upp myndina og ætlaði að stinga henni í vasann.Skifti þá engum togum,að Gísli greip myndina úr höndum Gylfa með þessum orðum:Þessa geymi ég!!Greinilegt var að mynd af þessum bíl átti ekki að fara í umferð og vorum við beðnir að vera ekkert að segja of mikið frá tilvist þessa bíls.