Það er nú erfitt að meta það hvað er versti bíllinn en sumir eru minnistæðari vegna bilana má þá fyrst nefna volvo 142 1972 sem ég átti og var einn af mínum fyrstu bílum það leið ekki sú vika að það var ekki eitthvað bilað eða brotið í þeim vagni.
Ég er búinn að eiga talsvert af BMW ég á alltaf nokkra í einu,og það er yfirleitt aldrei allt sem virkar í þeim bílum það er yfirleitt eitthvað þrennt bilað í einu en samt aldrei það alvarlegt að þeir séu stop þótt að það komi nú fyrir stöku sinnum.
Annar bíll sem var alltaf bilaður sem að ég man eftir var camaro RS 1989 það var svipuð saga með hann alltaf eitthvað að bila en var held ég einn skemmtilegasti bíll sem ég hef átt þegar að hann var í lagi.
Sá bíll sem fer hvað mest í pirrurnar á mér í dag er 4 runnerinn minn það er endalaust rafmagns vesin á bílnum engu líkara en að bíllinn sé fyrrum flóðabíll.
Annar sem ég hugsa þeygandi þörfina er Suzuki Jimny 2005 árgerð sem ég á en hann tók uppá því alveg uppúr þurru að skjóta stimpilstöng útúr blokkini.
Og umboðið er eitt það lélegasta sem ég hef átt viðskipti við þeir neita að skoða hvort um galla er að ræða vegna þess að bíllinn er ekinn 39þ km og þeir segja að gallar komi ekki fram eftir svona marga ekna kílómetra.
Að vísu er þetta viðgerður bíll en það er búið að aka bílnum tæpa 700km eftir tjón .