Kvartmílan > Mótorhjól
Honda sl 350 vélarvana
VH:
Við feðgarnir erum með 2 hondur Sl 350 í uppgerð og gengur uppgerðin þokkalega fyrir utana það að mer vantar góðan mann til að taka mótorinn i gegn fyrir mig svo mér langaði að ath hvort að einhver snillingur hér á spjallinu hefði áhuga að taka þetta smá verk að sér fyri mig :wink: og að sjálfsögðu fær viðkomandi greitt fyrir verkið. Það sem eg veit að er að mótornum er það 3. gír er bilaður og kick startið er fast.
Kristján Skjóldal:
ég væri til í að eiga svona takk :wink:
chevy 83:
gaman að sjá að þessi hjól skuli vera lifandi ennþá, við áttum þó nokkur svona í Hafnarf. ´73 og ´74. mitt var rautt, Finnbjörn Kristjáns var á grænu, Sæmundur á orange lituðu minnir mig. Ragnar Sigurbj. á bláu.Gísli á rauðu og áfram mætti telja. Eitt svona er á safninu að Skógum. Hvað skildu mörg hafa verið flutt til landsins... hvernig er að fá hluti í þau.
Kristján Skjóldal:
sko svona var maður góður :lol:
VH:
Það er nu ekkert alltof gott að fa varahluti i þetta hér á landi en við höfum reynt að gera gott úr þvi sem við höfum :roll: og verslað aðeins á ebay
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version