Author Topic: Vandamál  (Read 2267 times)

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Vandamál
« on: January 31, 2008, 22:41:23 »
Kæri félagsmaður!

Mig vantar svar við vandamáli, en þannig er að konan mín vinnur oft lengur en hún þarf og kemur heim seint og angar þá af rakspíra. Hún brjálast ef ég skoða gsm inn hennar og fær oft dularfull símtöl í heimasímann sem hún neitar að segja frá. Hún er stundum úti á kvöldin og er þá keyrð heim af ókunnum vini.

Einu sinni ætlaði ég að njósna og gá hver þessi óþekkti maður væri, svo rétt áður en hún kom heim, læddist ég út og faldi mig bak við mótorhjólið mitt. Þá sá ég olíuleka á hjólinu. Og nú spyr ég, kæri félagi, er eðlilegt að það komi leki á hjól sem er aðeins búið að keyra um 20.000 km?
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

Offline Axelth

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 113
    • View Profile
Vandamál
« Reply #1 on: February 01, 2008, 11:46:12 »
Ef þetta er ekki Harley þá er olíuleki ekki eðlilegur og þú ættir að láta skoða þetta sem allra fyrst áður en þetta verður meira og olíusmitar afturdekkið sem er vont mál.

Svo er þetta líka kannski spurning um að skipta út druslunni (hjólinu sko)

Kveðja
Axel Th Hr
Kawasaki ZX-10R 2007 --- J 10 í alvarlegri yfirhalningu