Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Fox Body Mustang
Pababear:
Ég var að eignast Fox Body ´82 módelið (Sá sem var í Hveragerði) eða gamla sem var með númerið V79 minnir mig en ég kom honum loks í hús í gærkveldi en hann er í uppgerðastandi núna en ég er að leita eftir góðum sprautara sem er sanngjarn á prísinum til að takann í gegn en svo er ég að spá með mótorinn en það fylgir með honum 302 V8 sem þarf að yfirfara en skiptingin var tekin í gegn fyrir nokkrum árum en maður er annað hvort að spá hvort maður fari í stærri mótor eða byrji rólega fyrsta kvartmílu seasonið sem maður er að reyna að koma sér í að taka þátt í!!
Gummari:
eru þá allir búnir að tjá sig sem eiga fox mustanga bjóst við aðeins meira miðað við að þeir eru að verða vinsælli núna aftur.enda mjög skemmtilegir bílar
m-code:
Hvar er VN 850. Svartur 97 GT 5-speed sem Marel frændi minn átti.
Hann tjónaðist lítillega líklegu um 2002-2003. og fór á uppboð.
Ég trúi ekki að hann hafi verið rifin. Frændi var búin að lækka hann
og setja á 17" Cobra felgur og hann var verulega flottur og í góðu lagi.
Hef ekki séð hann eftir þetta tjón. Ég held að þetta sé rétt númer.
Gummari:
hef aldrei áttað mig á því hvaða bíll þetta var væri gaman að sjá einhverja mynd af honum :)
m-code:
Ég á flottar myndir af honum en er bara ekki með skanna.
Það væri skrítið ef þessum hafi verið hent, hann var ekki mikið keyrður.
Er ekki hægt að fletta honum upp?
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version