Author Topic: mótorhjól og prjóngrind  (Read 3329 times)

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
mótorhjól og prjóngrind
« on: February 19, 2008, 21:59:19 »
Það má ímynda sér að hjól sem keyrir með prjóngrind sé einsog þriggja hjóla ökutæki; það hefur eitt drifhjól að framan og tvö afturhjól sem treila..

til þess að fá svona apparat til að stýra beint þarf að vera búið að huga að ýmsu áður en haldið er af stað uppá braut..

Varðandi hjólið sjálft er gott trix að draga línu eftir jörðinni og teyma hjólið svo að framhjólið sé alltaf á línunni og sjá hvert línan fer undir slikkanum að aftan. Stilla svo til afturfelguna svo hjólið keyri með bæði hjól á línunni án þess að skekkja sig eftir henni.

Með því að setja hallamál lóðrétt eftir bremsudisknum að aftan má fá hjólið til að sitja beint. þá er hægt að setja upp prjóngrindina lárétta fyrir aftan hjólið.

ágætis hæð segja þeir að sé 1 til 1.5 tommur á prjóngrindar-dekkjunum yfir jörðu með hjólarann um borð og tilætlaðann loftþrýsting í afturdekkinu. það er til þess að gefa slikkanum svigrúm til að setjast í fullt grip án þess að taka þunga af honum.

Þá er hægt að fara uppá braut þar sem engar líkur eru á að hjólið fari beint,, allavega til að byrja með.

Í byrjun þarf að finna hvar hjólið ballanserar með hjólarann um borð, renna sér til hliðanna í sætinu þar til hjólið virðist geta ballanserað og reyna eftir fremsta megni að hafa hjólið beint þegar tekið er af stað. (á meðan hallamálið er á bremsudisknum má skella pínulitlu lóðglasi á grindarstubbinn fyrir framan tankinn þar sem hjólarinn sér á það til viðmiðunar)

þá er að leiðrétta nöðruna,
ef hjólið leitar til hægri td. er fín byrjun að færa ballanspunktinn til hægri, þe. færa rassinn til hægri ef hjólið leitar til hægri...

Ef það dugar ekki þá má skrúfa upp örlítið hægra hjólið á prjóngrindinni, þe. hækka hægra hjólið bara sem nemur einum hring eða svo á rótendanum uppi við grind hjólsins. það fær hjólið til að halla aðeins til hægri og þá leitast gripið við að "draga" hjólið til vinstri.. Allar svona breitingar þarf að gera með rassinn á ballanspunktinum, því þar viljum við hafa hann.

Þetta á við á meðan snertiflötur slikkans er ennþá ferkantaður sem er umþb frammí hálfa braut. Þá getur allt farið fjandans til því þá fer snertiflötur slikkans að rúnnast og hjólið stendur ennþá í prjóngrindina og framdekkið er ekki að snúast með malbikinu.

Um hálfa braut sirka, ef hjólið byrjar að skríða til hægri þegar slikkinn fer að rúnnast þá er hægt að slaka niður vinstra prjóngrindarhjólinu um hálfan hring, það náttúrulega hefur áhrif á fyrstu metrana og þá er það spurning um að hreyfa sig aðeins til fyrir startið einsog segir á undan...


Þessi fróðleikur er að mestu skrumstældur frá Jim Ditullio sem virðist manna fróðastur um þessi málefni á dragbike.com