Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

SUNDURKLIPPTA CHEVY-NOVAN Á REYÐARFIRÐI->MYNDASYRPA!!!.

<< < (3/5) > >>

Kati 67:
Þakka þér fyrir myndirnar TRW. Við hérna syðra höfum undanfarið verið að velta fyrir okkur að gera ferð á Reyðarfjörð og kíkja á bílinn en það er greinilega óþarfi. Það er dapurlegt að sjá fullt af varahlutum fara í súginn með þessum hætti en það sem einn telur vera drasl telur annar gull og sumum finnst þetta kannski ekki spennandi bílar en fyrir þá sem eiga slíka kjörgripi er þetta mjög dapurlegt því mjög erfitt er að finna varahluti í þessa bíla sérstaklega Concoursinn og þarna líklega tapast margir góðir hlutir. Kveðja Sveinn.

Chevy_Rat:
Já :) sælir félagar og áhugamenn um gamla Chevy-bíla 8),það var nú ekkert að þakka fyrir þessar Chevy-Novu myndir Sveinn!!!,mig langaði bara til að sýna ykkur ástandið á bílnum eins og það er í dag!!!,Og fynnst að ég var með myndavélina á mér í nótt þá ákvað ég að kíkja þarna við á haugunum og smellti nokkrum myndum af bílnum/flakinu sem stendur nú því myður :( kúttaður í tvennt á sitt hvorum staðnum en annar hlutinn er upp í haugnum og einn bíll ofaná og hinn hlutinn er á planinu,en eins og vel sést á þessum myndum er ekki einn einasti boddy-partur heill!!!,þannig að ef ykkur vantar ekkert úr undirvagni eða úr húddi/mótorhúsi???,þá þurfið þið allavega ekki að gera ykkur óþarfa ferð hér Austur en svona er er ástandið því myður :( ,og ég skil hreinlega ekki af hverju þessum lítið ryðgaða bíl var hennt :? .kv-TRW

57Chevy:
Synd að sjá þetta, við sem eigum svipaða bíla og þetta hefðum viljað komast í bílin áður en honum var rústað svona. Þeir sem eru að vinna í gömlum bílum vita að það getur verið ómetanlegt að komast í partabíl.
Ég persónulega hefði ekkert haft á móti því að ná skiftingunni í annað project sem er í undirskriftinni. En að keyra 700km+ og hafa enga aðstoð er no way. :evil:  TRW takk samt fyrir myndirnar.

kcomet:
Takk fyrir myndirnar TRW. svekkjandi að sja svona eyðilagt, aður en kannað er hvort hægt væri að nyta eitthvað ur bilnum... en svona er þetta bara..

Chevy_Rat:
Já :) félagar svona er þetta víst bara í dag!!!,það má hvergi neitt sem ekki er á skrá gamalt/bilað standa neinstaðar lengur í friði bara talið->(rusl og sjónmengun!)->hjá bæjaryfirvöldum hvers staðar og alveg sama hvar það er á landinu!,og öllu bara hennt þó svo lítið sem ekkert sé að því og gæti nýst mörgum vel í part/uppgerðar,og yfirleitt eyðileggja þeir þarna á haugunum samdægurs þá bíla sem þangað koma og reyndar held ég að þessir guttar sem vinna þarna á þessum klippu og kremju tækjum hafi hreinlega bara gaman af þessu?..en annars veit ég ekkert um það með fullri vissu,það má að mínu mati nú alveg taka svona bíla frá og leyfa þeim að standa óskemmdum innann girðingar einhvern tíma 2-3 vikur eða svo áður en þetta er tekið og eyðilagt,en ef ég hefði bara vitað af þessum bíl heilum innann girðingar í nógu snemma þá hefði ég bara dreigið hann hingað heim í hlað!!!(fyrir ykkur!),en ég hafði bara ekki humynd um að væri búið að henda og skemma þessari Chevy-Novu fyrr en allt of seinnt,sá það fyrst og frétti það inná þræðinum um Chevy-Nova'78,en það er með alla svona gamla bíla og önnur gömul farartæki í dag að það verður að fela þetta einhverstaðar inni í húsum/skemmum eða uppí/inní sveitum svo þetta sé bara hreinlega ekki tekið og fjarlægt og hennt,það er skömm af þessu!!! :evil: .kv-TRW

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version