Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Malibu á Eyrarbakka

(1/4) > >>

Moli:
Veit einhver hver á þennan Malibu?

Hann er búinn að standa úti allavega síðan 2002. Ég sé hann reglulega og sá hann síðast í morgun alveg á kafi í snjó. Leitt að sjá hvernig er að fara fyrir honum, yfirleitt er aldrei neinn heima þegar ég á leið hjá.

Þekkir einhver sögu hans, eða veit einhver hvað eigandinn heitir?

Það gæti verið að varahlutirnir sem Bjarni á ´71 Chevelluni er að reyna að losa sig við gætu nýst þessum eitthvað!


429Cobra:
Sælir félagar. :)

Einhvernveginn hef ég á tilfinninguni að þetta sé bíllinn sem að hann Hafsteinn Valgarðs átti einu sinni.

Hann er búinn að vera í mörgum litum og það var keppt á honum í kringum 1994 og þá var hann rauður.

Þegar Hafsteinn átti hann var hann silfurgrár með svartann vínil og svartur að innan.

Myndin hér að neðan var tekin á bílasýningu KK 1984 og þá var bíllinn kominn til Sokkseyrar eða Eyrarbakka.
Hann var ný málaður í sömu litum og eigandinn hafði fengið bílinn í frá Hafsteini (eftir því að ég best veit)
Hafsteinn nú er bara að koma þá með leiðréttingar. :shock:

HK RACING2:
Þetta er nú alveg helvíti efnilegur efniviður í eitthað flott.

429Cobra:
Sælir félagar. :)

Já sælir aftur.

Mig minnir að sá sem keppti á bílnum síðast þegar hann var í keppni heiti Júlíus Emilsson.

En það er líka eins og mig minni að hann hafi ekki átt annað hvort bílinn eða vélina. :-k

Nú er bara að finna. :smt017

Kiddi:

--- Quote from: "Moli" ---gæti verið að varahlutirnir sem Bjarni á ´71 Chevelluni er að reyna að losa sig við gætu nýst þessum eitthvað!

--- End quote ---


Já mér finnst nú hálf blóðugt að fara henda því öllu... hélt að Chevy karlarnir myndu stökkva á þetta :?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version