Þetta lagðist af þegar Ak-Inn hætti. Það lokaði 2004.
Sumarið 2005 var hist í nokkur skipti á planinu við Garðatorg, við Staldrið við Mjóddina og í Nauthólsvík ásamt fleiri stöðum. Síðan kom Krúser á sjónarsviðið seinnipart sumars 2005 og fóru menn að hittast þar og rúnta saman frá Bíldshöfðanum.
Það er enn hist þar öll fimmtudagskvöld milli 20.00 - 23.00.
Þegar veður er gott á veturna hefur komið fyrir að menn viðri bílana og mæti á þeim en sjaldnast til að taka rúnt í bæinn. Þó væri það nokkuð gaman að taka einn vetrarrúnt að kvöldi til í góðu veðri þegar snjólaust og þurrt er!
