Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar

Á leið aftur í sveitina

<< < (21/29) > >>

Einar Birgisson:
Alltaf flottastur þessi ......

Dodge:
Very næs! til hamingju með vagninn, hann er bara glæsilegur  =D>

En hvað klikkaði á laugardaginn, var heimasmíðaði torinn minn bara með leiðindi?  :D

Óli Ingi:
Sæll Stebbi, takk fyrir það, sjálfsagt nákvæmlega ekkert að þessum tor, kannski bara smá fljótfærni og skortur á meiri kunnáttu á Holley hjá mér, Málið var að þegar ég fékk bílinn þá hafði blöndungurinn verið hertur svo mikið niður að það var búið að brjóta eitt eyrað á botnplötunni á honum, þannig að ég skipti um hana, virtist vera nákvæmlega eins, minnir meirað segja að það hafi verið sömu númer á þeim. Þetta lýsir sér þannig að hann kokar allt niðri þegar maður botnar hann, eins og honum vanti bensín, svo þegar hann er kominn á svona 3000rpm þá fer hann að virka, Búinn að tékka viðbraðgsdælurnar, þær eru í lagi, Það er notturlega komið annað millihedd á hann, Edelbrock viktor jr singleplane millihedd, er líka með þykkan spacer. Spurning hvort það sé eitthvað að stríða honum. kannski vacum problem. búin að tékka kveikjuna hún er í lagi. Þannig að allar hugmyndir um hvað væri að eru vel þegnar

1966 Charger:
Óli

Kannski er þetta málið:

Þegar þú horfir ofan í tórinn sérðu tvö stykki annað í miðjum fremri hólfunum framanverðum og hitt í miðjum aftari hólfunum, aftanverðum (líklega fest með stjörnuskrúfum).  Þegar viðbragðsdælan tekur við sér þá koma tvær bunur úr hvoru stykki í hvert hólf tórsins.  Ástæðan fyrir hikinu hjá þér kann að vera að ranarnir (stútarnir) á þessum stykkjum eru það litlir að vélin sveltur þegar þú botnar gjöfina.  Það eru númer á þessum stykkjum sem vísa til sverleika rananna.  Tékkaðu á þessum númerum.  Í þínum sporum mundi ég byrja með #38- #40 og færa mig svo tvær stærðir upp eða niður þar til hikið er úr sögunni. 

Góðar stundir

Ragnar

Óli Ingi:
http://s536.photobucket.com/albums/ff326/Nova396/?action=view&current=065mpg.flv

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version