Jæja, keypti Wrangler ´89 (hvítur), 38" breyttur með 4.2L vélinni.
Keypti hann í febrúar 2006 og síðan þá er mikið búið að breytast.
Hann var á orginal hásingunum með 4:56 hlutföllum og loftlæstur að framan og aftan.......... en ég gafst fljótlega upp á vélinni, kraftlaus og eyddi miklu.
Keypti síðan í otk. 2006 Wrangler ´91 (svartur)með 4.0L high output vélinni. Hann var á 33" dekkjum.
Þannig að það var farið rífa þann hvíta, notaði allt fjöðrunarkerfið undan honum í þann svarta, enda flott 4 link kerfi.
Svo þegar sá svarti var orðinn klár og búið að jeppast slatta á honum varð maður að gera eitthvað meir.
Þannig að þá fór maður að horfa á 44" dekkin, en þá þurfti maður sterkari hásingar. Verslaði á ebay dana44 hásingar undan 2005 Rubicon.
Orginal með loftlásum og diskabremsum að framan og aftan.
Keypti svo 5:13 hlutföll í þær.
Hérna koma svo nokkrar myndir.........
Hérna er sá hvíti, fór bara í tvær jeppaferðir á honum og gafst svo upp á vélinni......
Svo var farið að rífa
Seldi svo boddyið og vélina......
Svona leit sá svarti út þegar ég keypti hann
Hérna er svo búið að setja fjöðrunina undir þann svarta og búið að færa hásinguna aðeins aftar, svo er bara að mixa kantana á.
Hérna var hann svo orðin klár á fjöll, og virkaði fínt.
Hérna koma nokkrar myndir af því sem gersðist í des 2007.
Brendum allt gamla dótið undan og allt smíðað upp á nýtt.
Turnarnir voru síkkaðir slatta til að hafa stífurnar sem beinastar, minka högin á bílinn þegar maður keyrir í holur, hóla eða sprungur.
Stífurnar voru minkaðar úr 70 cm í 50 cm og efri stífurnar settar innar á hásinguna.
Ingó (Gutti) sá um alla smíði....... og hann veit sko hvað hann er að gera.
Verðið bara að afsaka myndirnar, þær eru teknar á síma
Hérna eru fremri turnarnir og stífur.
Og hérna koma svo aftur turnarnir og stífur.
Hérna eru svo dempararnir sem ég ætla að nota að aftan með loftpúðunum, og svo verð ég með svona "bump stop" að framan og aftan.
Við færðum framhásinguna um 2 cm framar en hún var, afturhásinguna aftar um 3 cm ( var búið að færa hana slatta áður) og hækkuðum hann um 3 cm. Svo er bara að mæla hversu langt er orðið á milli hjóla.
Það var búið að færa hásinguna eins aftarlega og hægt var þannig að núna þurfti að gera eitthvað í tankamálum...... hummm..... hey sniðugt, tankurinn er úr plasti....... úr með hann, tökum úr hlífinni, hitum tankinn og mótum hann svo að hann sleppi við hásinguna..... og viti með það gekk bara svona rosa vel...
Hérna koma svo nokkrar myndir þegar það var búið að festa hann í sinni raunverulegri hæð.... þá 44" hent undir til að sjá hvernig þetta kæmi út.
Kom bara hel... vel út, getur beygt í botn ( rekst ekkert í).
Ætla samt að færa framstuðarann aðeins framar.
Þarf að vinna smá í kanntamálum, lengja og breikka smá.
Þarna eru dekkin á 14,5" breiðum felgum en eiga eftir að fara á 16" breiðar... og svo á eftir að dunda í stigbrettum, brúsafestingum, kassa á hlerann, boga á toppinn og eitthvað fleira.....
Vonandi líst ykkur eitthvað á þetta sem búið er......
var ekki hægt að klára því liðhúsin, dempararnir og bump stop-ið kom ekki á réttum tíma..... vann eitthvað í honum á milli jóla og nýárs og svo allt klárað í byrjun janúar[/b]
Svo eftir allt þetta er aldrei að vita hvað maður gerir í véla málum, V8 !!!
Jæja....... hvernig lýst svo mönnum á þetta ?