Kvartmílan > Alls konar röfl
Keyrði fram af flugbraut
baldur:
Minnir mig á sögur af vestmanneyingum sem stunduðu það að spyrna á flugvellinum þegar hann var lokaður vegna þoku. Notuðu bara metrateljarann í hraðamælinum til þess að vita hvenær þeir þyrftu að bremsa.
Gilson:
http://www.sudurland.is/Eyjafrettir/?p=101&id=15484
maggifinn:
Þau hljóma núna í höfðinu á mér svörin sem við Nóni fengum frá Honda-umboðinu þegar við vorum að reyna að vekja áhuga hjá þeim og þeirra kúnnum á kvartmílu og akstursíþróttum á lokuðu svæði....
Þessi hefði kannski sloppið, hver veit,,, :roll:
Hera:
--- Quote from: "maggifinn" ---Þau hljóma núna í höfðinu á mér svörin sem við Nóni fengum frá Honda-umboðinu þegar við vorum að reyna að vekja áhuga hjá þeim og þeirra kúnnum á kvartmílu og akstursíþróttum á lokuðu svæði....
Þessi hefði kannski sloppið, hver veit,,, :roll:
--- End quote ---
Hvaða svör voru það :?: er forvitin þar sem ég talaði við þá í haust út af hjólamílunni og þeir voru sko meira en lítið til í að taka þátt, mæta með tjöld fyrir keppendur, sýningarhjól og alles :-s
En það tókst ekki sökum frestunnar vegna veðurs og eins dags fyrirvara :cry:
maggifinn:
Þau voru á þann veg að Hondaeigendur hefðu engan áhuga á hraðakstri og að bílar væru ekki leiktæki.....
Og hjólin, tjaa þeir seldu nú svo lítið af hjólum að það tæki því ekki hlusta á það sem við hefðum að bjóða.
Þetta var í hnotskurn svörin sem við fengum í gegnum síma, þeir höfðu ekki áhuga á fundi með okkur.
Við vorum að bjóða umboðum hraðskreiðra tækja, hjóla og bíla að sýna smá ábyrgð þegar öflugustu tækin þeirra væru að seljast og bjóða þeim kaupendum í klúbbinn til að nota græjurnar
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version