Sælir félagar.
Þetta atvik gerðist eina nóttina á brautinni fyrir um 25 árum síðan (1982-3).
Þá var þessi Chevelle á samt nokkrum öðrum ásamt fjölda áhorfenda þarna að leika sér á brautinni.
Þegar ökumaður Chevelle bílsins hafði lokið sinni ferð og keyrði þá til baka eftir brautinni nokkuð greitt.
Þá sennilega hefur honum fundist hann nálgast hópinn sem að var í startinu full hratt þar sem að hann bremsar nokkuð harkalega.
Þar sem bíllinn hafði verið mikið hækkaður upp að aftan þá var aðeins lítill (stuttur) hluti af dragliðnum eftir inni í skiptingunni, og þegar hann bremsar harkalega þá nær hásingin að færast örlítið afturábak.
Það var nóg til þess að dragliðurinn dróst út úr skiptingunni, rakst niður í brautina og bíllinn tók stökk á skaptinu.
Og þá meina ég stökk, þar sem að skaptið var lóðrétt og bíllinn ofan á.
Þetta var svona eins og oft er kallað hjá áhættuleikurum "T-bone".
Ég sá þennan þátt hjá "Mythbusters" og þó svo að þetta hafi ekki tekist hjá þeim, þá gerðist þetta svo sannarlega þarna um nóttina í viðurvist fjölda vitna.
Ég veit ekki hvað "Mythbusters" gerðu rangt, kannski var það að þeir voru á steinsteypu eða þá að þeir sprendu hjöruliðinn þannig að dragliðurinn kom aldrei út úr skiptingunni.
Svo gæti það líka verið að þeir voru með bílinn fjarstýrðann og voru ekki að bremsa en þá leggst bíllinn á nefið, sérstaklega þegar svona "harkalega" er bremsað.
Það geta verið margar skýringar.
En endirinn varð sá að bíllinn endaði fyrir utan braut (vinstrameginn) með hásinguna langsum undir sér vegna þess að hún rifnaði úr flestum festingum.
Bíllinn valt ekki, en það fór um marga sem að þarna voru.