Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Mustang "69-"70 eyjar

(1/6) > >>

Sæþór:









Moli:
Þetta er bíllinn á fyrstu 3 myndunum. (Guli og sá rauði V-861)




Bíll á mynd 4,6,7,8,9 og 10 er bíll sem Guðmundur Kjartansson átti um tíma. Upphaflega gulfsteam aqua og hvítur að innan.  Hann var M-code með 351 Winsdor, og FMX

Original svona


Látum GK segja frá þessu


--- Quote from: "Cyclone CJ" ---

Fyrsti bíllinn sem ég eignaðist .... 17 ára. Ekki slæm byrjun. Hann var gulfsteam aqua (sægrænn metallic) og hvítur að innan. Í honum var M-code 351 Winsdor, 4 barrel Motorcraft og FMX. Átti hann einn vetur, 1973 til 1974. Var búinn að endurnýja framhjólabúnað og láta gera upp kassann í hann og seldi svo. Hann fór til Vestmannaeyja. Strákur að nafni Hannes keypti hann og sá ég hann ekki eftir það ... fyrr en c.a. 1982-3 þar sem hann stóð í drullunni fyrir utan Vagnhjólið hjá Benna í einhverjum viðgerðum.

Mér fannst það alveg makalaust að þessi fallegasti ´69 Mach 1 sem hingað kom (já, litasamsetningin á honum var alveg einstök) skuli hafa endað sinn feril í svartri og rauðri pluss-smekkleysu. En, ég er samt undrandi á því að hann skuli þó hafa hangið svona lengi, eins og meferðin var svakaleg. Ég hafði nokkrum sinnum spurnir af því. Mér skilst að hann hafi verið rifinn c.a. 1985, enda þá útkeyrður og vel það. Hann var keyrður um 42 þús. mílur þegar ég eignaðist hann, þá nýlega innfluttan. Kom hingað, sennilega haustið 1972. Þá með ónýta skiptingu og framhjólabúnað í drasli. Myndin er því miður alltof óskýr, en hún er sú eina sem ég á af honum. Hann þekkist alltaf á Chrysler Rallye felgunm. Þær voru á honum frá upphafi, þ.e. frá því hann kom hingað.


--- End quote ---



En hvaða rauði ´70 bíll er þetta???

Þórður Ó Traustason:
Ljósdrappaða boddýið næstneðst á myndunum hjá Mola, sem er sundurrifið kom úr sölunefndinni eins og það stendur þarna.Myndin er greinilega tekin á endanum á Kársnesbrautinni hjá bensínsölusjoppunni.Getur Guðmundur Kjartansson ekki frætt okkur meira um þetta boddý.

Sæþór:

--- Quote from: "Þórður Ó Traustason" ---Ljósdrappaða boddýið næstneðst á myndunum hjá Mola, sem er sundurrifið kom úr sölunefndinni eins og það stendur þarna.Myndin er greinilega tekin á endanum á Kársnesbrautinni hjá bensínsölusjoppunni.Getur Guðmundur Kjartansson ekki frætt okkur meira um þetta boddý.
--- End quote ---




Þetta eru allt myndir af bílum sem að pabbi hefur átt,,ég skal fá upplýsingar hjá honum um rauða  :wink:

Kristján Skjóldal:
eru ekki til að minst 20 þráðir um þessa bila hér :?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version