Author Topic: Jeep neitar að fara í gang  (Read 3427 times)

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Jeep neitar að fara í gang
« on: December 15, 2007, 13:37:30 »
Jæja ég er hérna með Jeep Cherokee/Wrangler línu sexu hrærigraut sem neitar að fara í gang! Ég reif Cherokee '91 4.0 og setti vél og skiptinu í Wrangler '87, fiffaði rafkerfið til og hann flaug í gang. Síðan skipti ég vélinni út fyrir 4.7 strókaða vél, tengdi allt saman aftur og hann neitar að fara í gang. Það kemur hvorki neisti íné bensín úr spíssum, bensíndælan kemur samt inn þegar svissað er á.
Ég er búinn að prófa að skipta um crank skynjarann, það hjálpaði ekkert til. Þá prófaði ég líka að tengja framhjá Automatic Shutdown Relay, það breytti heldur engu. Þekkir einhver hér inná þessa mótora, eða getur bent mér á GOTT verkstæði sem gæti hugsanlega náð einhverju viti í þetta :roll:  :evil:  :evil:  :evil:
Kristinn Magnússon.

Offline Kristján Skjóldal

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 4.781
  • ef stórt er gott þá er stærra betra
    • View Profile
Jeep neitar að fara í gang
« Reply #1 on: December 15, 2007, 14:09:24 »
þetta getur nú ekki verið spenandi þegar þú er búinn að rústa rafkerfi  :? öruglega eitthvað þar að stríða þér :roll:
best á Camaro 1972 1,49 60 f 6,49 1/8  10,19 1/4 @ 131.96.  best á  Blower Camaro 1967 1,16 60 F 5,12 1/8 og 8,16 1/4 @169. best á Dragga 8,26 @ 170,97 en þá voru ekki komnir 60 f timar. sandur 3,34 draggi og á hjóli 4,56 kveðja Kristján Skjóldal

Offline baldur

  • Administrator
  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
    • http://foo.is
Jeep neitar að fara í gang
« Reply #2 on: December 15, 2007, 14:52:20 »
Mæla hvort að crank skynjarinn virkar. Þeir eru gjarnir á að bila í þessum bílum þannig að það er ekkert víst að hinn hafi virkað....
Baldur Gíslason

1995 Mitsubishi Eclipse GSX 4x4 turbo
1992 Polaris Indy RXL 136" turbo

Turbo or no go.

Offline Heddportun

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.686
  • Engine Builder-Head Porter-CNC Machinist-CAD/CAM
    • View Profile
Jeep neitar að fara í gang
« Reply #3 on: December 15, 2007, 15:21:00 »
Ef þú skiptir bara um vél þá á hann að fara aftiur í gang

Hvað varstu að fiffa í rafkerfinu?
Heddportun og Vélabreytingar
Innflutingur á vélum,vélhlutum,almennum vara og aukahlutum

USA 01 713 409 6094
Heddportun@gmail.com

Ari Gislason

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Jeep neitar að fara í gang
« Reply #4 on: December 15, 2007, 18:51:17 »
Það sem ég gerði við rafkerfið var bara að grisja úr allt sem tengdist boddýinu og ljósasysteminu í Cherokeenum og færði til vírana í plögginu við hvalbakinn þannig að ég gæti bara smellt því í samband við Wrangler rafkerfið. Ekkert verið að rústa rafkerfinu þannig séð... :)
Crank skynjarinn er splúnkunýr Mopar skynjari, ætti að vera í lagi :roll:

Það var einmitt pælingin, að henda 4.0 mótornum ofaní og koma þessu í gang, setja síðan strokerinn í og allt ætti að virka... en neeeeiii... :evil:
Kristinn Magnússon.

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Jeep neitar að fara í gang
« Reply #5 on: December 15, 2007, 20:15:52 »
Búinn að redda þessu 8) Fann 3 víra sem áttu að vera jarðtengdir en voru það ekki... þarf samt að stilla kveikjuna uppá nýtt þar sem hann fór ekki í gang :lol: eeen hann pústaði þrisvar :twisted:  :twisted:  :twisted:  :twisted:  :twisted:  :twisted:  :twisted:  :twisted:  :twisted: jííihaaaaa
Kristinn Magnússon.

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Jeep neitar að fara í gang
« Reply #6 on: December 18, 2007, 21:54:22 »
Jæja, nú fer hann í gang... en eftir nokkrar sekúndur steindeyr allt. Mig grunar helst pústskynjaraskrattann, hann er nefnilega ekki tengdur :lol: Það meikar sense ekki satt?
Kristinn Magnússon.

Offline User Not Found

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 179
    • View Profile
Jeep neitar að fara í gang
« Reply #7 on: December 18, 2007, 22:19:32 »
ef þú ert að tala um súrefnisskynjarann sem er í pústgreininni við eða fyrir neðan hvalbakinn þá ætti hann ekki að drepa  á sér útaf því ef sá nemi er farinn/ótengdur þá eyðir vélin meira og getur verið leiðinlegur gangur í vélinni en vélin ætti að ganga
Arnar H Óskarsson

Offline KiddiJeep

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 283
    • View Profile
Jeep neitar að fara í gang
« Reply #8 on: December 21, 2007, 19:10:49 »
Jæja, kominn í gang og búið að taka fyrsta hringinn 8)
það lítur allt út fyrir að það sé hægagangsmótorinn sem sé að stríða mér núna en ef það er tipplað á gjöfina þá rýkur hann í gang :)
Kristinn Magnússon.