Sælir félagar.
Það er rétt að Jón Trausti átti annan af tveimur 660hö Pro Stock Cleveland vélum sem komu hingað á árunum 1982-5, og eignaðist síðan þá báða.
En málið var að báðar þessar vélar hrundu.
Sveifarásinn bognaði í annari og ventill festist og skemmdi stimpil, stöng, blokk og hedd í hinn, og það var einmitt Jack Roush vélin sem Jón hafði flutt inn.
Þetta þýddi það að það þurfti að setja aðra vél í bílinn sem Jón smíðaði sjálfur og var ekki nærri eins öflug og hinar tvær.
Það eina sem að hann notaði af þessum tveimur Pro Stock vélum voru heddin, milliheddið, og blöndungar.
Annað var sett saman og keypt af honum sjálfum.
Hann vann allar keppnir sumarsins 1988 (held að ég sé með rétt ár) og varð meistari það ár.
Vélin sem að náði þessim tíma, það er 10,3?sek er núna í 1973 Mach-1 Mustang-num hans Jóns og er eins og hún var í keppnisbílnum að undanteknum toppnum, það er milliheddi, heddum og blöndungum.
Þá tók hann mec roller ásinn úr henni og setti í hana hydro roller ás.
Vélin er með sömu stimplum, Crower stöngum, sveifarás og fleiru eins og hún var í keppnisbílnum, en heddin eru af 1973 4V Cleveland og mig minnir að milliheddið sé Eddelbrock Performer og með 750vacum blöndungi.
Jack Roush Pro Stock vélin er í Mustang keppnisbílnum núna og bíður síns tíma.
Nú er bara spurning hvenær Jón Trausti byrjar að vinna í honum.