Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

Bíll dagsins 6.des. 2007 GTS 383

<< < (4/4)

1966 Charger:
Það er eitthvað sem ekki passar miðað við hvað við vitum núna; það er að segja VIN númerið segir 383 en fyrri eigandi fullyrðir 340.  Einn möguleiki er að skipt hafi verið um vél í bílnum nýjum eða nýlegum.
Til að fá botninn í þetta þá er hægt að sjá hvaða atriði greina að GTS bíla sem komu í gegnum Belgíu og þá sem framleiddir voru og samsettir í USA og bera saman við búnaðinn á AM717:

1.  VIN númerið er bara átta tölustafir á Belgíubílunum en nokkru lengra á USA bílunum (sbr. VIN-ið hér fyrr í þræðinum). Þetta stafar líklega af því að Belgíubílarnir voru að grunni til settir saman í USA (t.d. boddíið) en síðan fullsamsettir í Evrópu.
2.  Glerið í Belgíubílunum er með stimpla frá Antwerpen. Á þeim stendur "Staalglas" ef ég man rétt.
3.  Hliðarljósin á fram- og afturbrettum voru bæði appelsínugul á Belgíubílunum en rautt og gult á USA bílum.
4.  Flautan var í stefnuljósarofanum á Belgíubílunum en í stýrinu á USA bílunum.
5.  Einföld klukka var hægra megin í mælaborðinu á Belgíubílunum en engin klukka í USA bílunum.

Á myndunum hér að ofan er umræddur GTS með appelsínugul ljós á nýlegri myndum (eins og Belgíu bílarnir) en erfitt er að greina litinn á afturbrettisljósinu á efstu myndinni auk þess sem það vantar á frambetti á einni myndinni.  Á öllum myndum sem ég á af þessum Belgíubílum eru hliðarljósin bæði appelsínugul nema á einum og það er sá sem er ljósgrænn í dag og var einu sinn R eða Y 71599 með upphaflegt VIN sem endar á #305.  Það má vel vera að pantað hafi verið ljós þar eftir tjón og kaninn sent rautt.

Err

57Chevy:
Það voru 340 merki á húddinu þegar hann var hér á Skaga.
Hann var hér '81 til '86 eða '87.
Það var alveg hörku vinsla í þessum bíl.

AlliBird:
Það eru líka km/h hraðamælar í belgíubílunum, ekki mílu.
Ég var alltaf í veseni með þetta í mínum gamla (ljósgræna) því hjólið í skiptingunni er fyrir mílu en hraðamælirinn km.
Það er rétt, hliðarljósin að aftan eru rauð en það hefur örugglega verið skipt um þau þegar bíllinn var gerður upp.

Jón Geir Eysteinsson:

--- Quote from: "Dartalli" ---GTS var framleiddur með 340 og 383. Reyndin varð samt sú að 340 útgáfan kom mun betur út en 383.
Bigblokkin var of þung þannig að bíllinn varð of framþungur og höndlaði frekar illa. Að auki var 383 vélin um 300 hp,- 340 vélin var gefin upp 275hp en var í raun allavega 300hp en 90pund léttari.

http://musclecars.howstuffworks.com/classic-muscle-cars/1969-dodge-dart-gts.htm
--- End quote ---


Sammála Dartalla..........340cid voru miklu skemmtilegri mótorar,

en td 383cid og 440cid .

Bílarnir voru líka miklu skemmtilegri í akstri með 340.

If Dodge had a muscle car to rival the energetic small-block Chevy, it was the Dart with the eager, free-revving 340-cid V-8. Underrated at 275-bhp, a 340 Dart could crack off easy mid-14-second ETs, to the embarrassment of many a big-block supercar. But this was the '60s. Balance and finesse were not the order of the day. If the 340 was good, a 383-cid Dart would be even better. Right? Not necessarily, as evidenced by the 1969 Dodge Dart GTS.

Steinn:
Vigfús sem átti þennan bíl frá 75 var trésmiður í Árbænum. Við pollarnir komumst stundum á rúntinn og þá var tkið á því á þessum árum var bíllin með 340

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version