Kvartmílan > Mótorhjól

Næsta Sumar

<< < (5/10) > >>

Axelth:
ég hef ekki ákveðið neitt ennþá þar sem ég er að bíða eftir því hvort 1000cc verði skipt upp í standard og breitt hjól .. en er að spá í að vera í standard ef sá flokkur verður þar sem ég er með V2 buell líka í öðrum flokk fyrir utan skellinöðru :)

þannig að ég verð í 3 flokkum næsta sumar og þetta er farið að kosta smá peninga þannig að ég get ekki eitt jafn frjálslega í kawan og mig langaði :)

En mér sýnist að ég þurfi að tala við Kára í erfðagreiningu og athuga hvort hann geti ekki klónað mig svo ég ráði örugglega við 3 flokka :)

En það verður spennandi að sjá 2008 R1 hjólið hjá þér og maður er farinn að telja niður dagana í að komast aftur uppá braut :)

Unnar Már Magnússon:
Í hvaða flokk verðurðu með Buell?

Axelth:
Sæll Unnar

Samkvæmt þeim reglum sem ég hef séð og ef ég skil þær rétt þá ætti þetta hjól að falla undir:

Sporthjól: SC 1000 2 strokka að 1800 cc 3 strokka að 1300 cc 4 strokka að 1000 cc

En mér hefði fundist eðlilegast að það væri flokkur fyrir V2 hjól þar sem þaug keppa sér þar sem þessi stærri V2 hjól er flest svipuð í hestöflum og eiga litla sem enga samleið með 4cil 1000cc þar sem aflmunurinn er gríðarlegur.

Allavega hef ég verið að spá í þetta og mun hugsanlega koma fram með breitingu á þessu í reglum en svo væri gaman að heyra álit annara á þessu.

Einnig að hafa hippa með í þessu þar sem mér sýnist að þeir séu alls ekki að gera lakari tíma og þónokkuð til af harley hjólum hérna á skerinu með 1400 og 1700 vélum sem væri gaman að sjá koma þarna :)

Semsagt Flokkur fyrir V2 1000cc til 2000cc án nítro og turbo :)
Nú eða 999cc til 1500cc og 1501cc til 2000cc ?

þrösturn:
er ekkert margir að spyrna á v2 hjólum á mílunni? annars er það að frétta að pústið er komið undir hjólið og þetta hljóða einsog guð að öskra

Unnar Már Magnússon:
Já það þarf eflaust að fara yfir þessar reglur og færa nær nútímanum, það er bara erfitt að gera öllum til geðs.............

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

[*] Previous page

Go to full version