Sæll Unnar
Samkvæmt þeim reglum sem ég hef séð og ef ég skil þær rétt þá ætti þetta hjól að falla undir:
Sporthjól: SC 1000 2 strokka að 1800 cc 3 strokka að 1300 cc 4 strokka að 1000 cc
En mér hefði fundist eðlilegast að það væri flokkur fyrir V2 hjól þar sem þaug keppa sér þar sem þessi stærri V2 hjól er flest svipuð í hestöflum og eiga litla sem enga samleið með 4cil 1000cc þar sem aflmunurinn er gríðarlegur.
Allavega hef ég verið að spá í þetta og mun hugsanlega koma fram með breitingu á þessu í reglum en svo væri gaman að heyra álit annara á þessu.
Einnig að hafa hippa með í þessu þar sem mér sýnist að þeir séu alls ekki að gera lakari tíma og þónokkuð til af harley hjólum hérna á skerinu með 1400 og 1700 vélum sem væri gaman að sjá koma þarna
Semsagt Flokkur fyrir V2 1000cc til 2000cc án nítro og turbo
Nú eða 999cc til 1500cc og 1501cc til 2000cc ?