Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Myndir teknar fyrir utan Jöfur í "Gamla daga"
motors:
Einn flottasti og verklegasti götubíll landsins Belvederinn hjá Óla var hann ekki með 528 Hemi núna?,væri gaman að sjá hann uppá á braut. 8)
Rögnvaldur Pálmason:
Datt í hug þar sem ég rakst á mynd af Sunbeam okkar að koma með smá comment. Við vorum tveir sem áttum bílinn saman þ.e. Jón Þór Sigurðsson og ég , Rögnvaldur Pálmason. Við keyrðum bílinn til skiptis og ég held að þetta sé Jón Þór á þessari mynd. Það er sko lopapeysan. Við vorum oft í brasi með bílinn og skiptum oft um vélar en alltaf með small block Chevy. Í byrjun sjálfskiptur en fórun svo í 4 gíra beinskiptingu. Þetta var svona smá upprifjun á annars frábærum tíma. RP.
Zaper:
var hann ekki auglýstur. til uppgerðar fyrir ekkert allt of löngu síðan?
arniey:
er nixon til enn. ef svo, er hann til sölu?
Navigation
[0] Message Index
[*] Previous page
Go to full version