Author Topic: MIKIÐ breyttur ls/x Camaro, 98 bsk.. fullorðins project!  (Read 2029 times)

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
MIKIÐ breyttur ls/x Camaro, 98 bsk.. fullorðins project!
« on: November 28, 2007, 10:48:23 »
þá er komið af því að því miður er bara hvorki tími né peningar fyrir þetta project mitt, sem ég er búin að vera ausa peningum í síðasta rúma árið,

þetta er s.s 98 árg af Camaro Z28, upprunalega framreiddur svartur 6gíra með ls1 og læstu afturdrifi, ágætlega búinn, með monsoon, rafmagni í öllu,T topp, cruize control, þjófavörn og samlæsingum og flr,

bíllin hefur lengst af verið í eigu manns á fullorðins aldri, og því fengið sama sem ekkert af spóli og djöflaskap sem sona bílar fá yfirleitt frá day1, og er sérlega þéttur og óslitin í akstri..

bíllin er fluttur inn árið 99, og er keyrður í dag -->33þús<--- mílur.

eins og flestir hérna vita er ég búin að vera smíða úr honum tæki nánast síðan ég fékk hann, og er ég búinn að eyða gífurlegum pening í þetta, ALLT var keypt glænýtt af alvöru race sjoppum úti, engu var til sparað og eru íhlutirnir í þessum bíl allir framleiddir af alvöru merkjum sem hafa margsannað sig í þessu.

í stuttu máli er ég búinn að smíða complete mótor frá grunni úr glænýjum íhlutum, alvöru púst, alvöru kúpling og felgur dekk spoiler aukamælar og flr,  

héru eru specin á mótornum

"kjallari"
99-04 style ls1 blokk, þykkari slívar og sverari olíugangar en í 97/98
oem "rolling assembly"
Clevite performance stanga og höfuðlegur,
Clevite performance perfect circle stimpilhringir
Durabond kambáslegur
KATECH stimpilboltar, (RPM Baby!)
Portuð LS6 olíudæla
LS2 heavy duty, tímagír/keðja

hedd/valvetrain/kambás og tilheyrandi
þjappa 11.1:1
patriot ls6's StageII hedd sérpöntuð með welded chamber 59cc í stað64cc
ferra ventlar 2.02/1.60 - þessi hedd er sérsmíðuð cnc álhedd bygð á ls6 heddunum
patriot gold, extreme lift tvöfalldir ventlagormar
titanium retainers,
Harland sharp shaft mounted Rúllu rokkerar, 1.7
Comp Cam hertar chromoly undirlyftustangir
patriot 226/226 585 112LSA kambás
LS6 multy layer heddpakningar
LS7 undirlyftur (rúllu)
patriot heddboltar.
00+ knock sensor update(modd)

innspýting,

Wilson FAST 90mm millihedd/intake gúdderað í yfir 600hö það flottasta í boði
NW 90mm throttle boddy--  
FAST fuel rail (billet aliminium style)
FAST fuel line kit, vírofnar
SVO 36lb's spíssar
FAST fuel pressure gauge,
Delphi 85mm Air flow sensor, (72mm orginal)

thunder coil pack relocation kit.. (færlsa á háspennukeflum)

ls1speed polished billet high rise valve covers f/roller rockers

racetronix Fuel system w/ voltage booster (walbro dæla í tank. breytingaloom, voltage booster sem getur aukið afl dælunar um allt að 45% ef hún byrjar að svíkja.. mjög sniðugt í nitro bíl, þetta kerfi getur fætt yfir 6bör

nitrous outlet 90mm stageIII nítró kerfi, stillanlegt og stjórnaleg innan úr bíl (150skot)  þetta er grínlaust eitt dýrasta kerfi sem er í boði í þessa bíla gjörsamlega allt innifalið og kemur frá einni af flottari nitro sjoppum í bransanum.. sem gerir út m.a 3 sona bíla kepni,
kerfið er með öllum öryggis fídusum sem er í boði, dual digital window switch sem setur kerfið inn og tekur út á réttum tíma, inngjafarrofi sem kveikir á kerfinu í botngjöf, purge system til að hreinsa leiðslurnar fyrir skot,  fuel pressure switch.. slær út nítróinu ef bensínþrýstingur fellurog flr og flr

með þessu er svo takkaborð sem kemur í stað öskubakkans inn í bílnum, og þaðan er hægt að t.d opna fyrir flöskuna, setja flöskuhitaran á, pörga og flr.  

flaskan er svo í varadekkshólfinu inní afturbretti bílsins.

pústkerfi:
pacesetter long tubes, ceramic coated krómaðar
pacesetter off road Y pípa.. engir hvarfar
SLP loudmouth roostfrítt pústkerfi frá Y pípu

kúpling/svinghjól
LS7 kúplingspressa  orginal GM
LS7 swinghjól    orginal GM
LS7 kúplingsdiskur  orginal GM

Ég hef líka hresst töluvert upp á útlit bílsins
ég setti á bílin orginal SLP SS afturspoiler
filmuð afturrúða
glænýjar 17" Grand Sport corvette felgur svartar, 9.5" breiðar að framan og 11" breiðar að aftan
glæný dekk 275/40ZR17 að framan og -->315/35ZR17<-- að aftan

Auto Meter mælahattur í gluggapósti
Auto gauge air/fuel mælir
Auto gauge snúningshraðamælir
Auto gauge stillanlegt digital skiptiljós.

eflaust er ég að gleyma einhverju,

eg dundaði mér einnig við að pússa niður mestan part botnsins á honum, og grunnaði hann sprautaði og ryðvarði,

allir þessir hlutir eru keyptir nýjir að utan af mér og hafsteini valgarðs í sumar og haust, og eru sumir svo nýjir að þeir eru ennþá á leiðini frá bandaríkjalandi.

Bíllin er as is í project ástandi,  bíllin er EKKI sundirrifin. vélin er fullsamset og ofan í bílnum ásamt restini af kraminu, og er hann drivable,

ég er lítið fyrir að vera með einhverjar yfirlýsingar til að standa undir, en þessir aukahlutir eru keyptir sem 10sec pakki, og 11s N/A og er það-það sem á að vera hægt að ná út úr þessu og sambærilegir bílar eru að keyra úti, ég var í miklu sambandi við strák úti sem keypti sömu hedd og innspýtingu og en hann er með minni kambás og ekkert nítró,  er hann að keyra á 11.2s og um 120mph,
það er þó  í ameríkulandi og ég tek enga ábyrgð á þeim tímum sem kaupandi nær á bílnum.  

það sem þarf að gera er að setja racetronix kerfið í hann. setja nítrókerfið í hann og tengja mælana,

bíllin sjálfur er sérlega þéttur og góður og MJÖG óslitin og skemmtilegur í akstri, þetta geta menn eins og hafsteinn og flr spjallmeðlimir vottað,
það er búið að prufa aðeins og tilkeyra, bíllin orkar flottt og hljóðið er engu líkt

það sem má helst finna að bílnum er að það mætti alveg fríska aðeins upp á lakkið á honum, skemmdir og rispur eru í lágmarki en bíllin er bara svartur, og lakkið orginal að mestu leyti.
rafmagnsrúðurnar eru heldur slappar, það er bara orginal veiki í þessum bílum. þær virkuðu fínt en hafa stífnað eitthvað upp þetta ár sem hann hefur staðið hjá mér meðan ég hef unnið í honum,  nýjir mótorar geta fylgt,

Hvernig bíllin afhentist er samningsatriði og veltur verð m.a á því,

bíllin getur afhenst nýmálaður af cabas vottuðu verkstæði,

Verð á bílnum er TILBOÐ, en ekkert bull! vara og aukahlutaverð er að ganga í 2milljónir og þá er eftir kaupverð bílsins sem var álíka upphæð.

í þessum þræði má fylgjast létt með ferlinu
http://www.live2cruize.com/spjall/showthread.php?t=30523

hér er video af því þegar nýji mótorinn fór fyrst í gang
http://www.youtube.com/watch?v=ctJJeeqb-LE

hér eru nokkrar myndir af bílnum
















allar frekar upplýsingar fást í síma 8446212 ívar
einnig næst í mig á vinnutíma í 5405421
ívar markússon
www.camaro.is