Keppnistímabilið fer að nálgast. Hvað ætla menn og konur að gera fyrir sumarið ?
Einhverjar hugmyndir um breytingar á flokkum ?
Er áhugi fyrir breytingum ?
Hvernig væri að fjölga flokkum , keyra standard flokk og svo breyttan + flokk ?
Við þurfum að fá inn öflugan V2 flokk þar sem einhver áhugi er fyrir svoleiðis flokki.
Legg til að við opnum að 1300cc flokk upp í 14-1500cc þannig að við komum nýju Busunni inn og svo Kawa 14 hjólinu.
Einnig þarf að vera flokkur sem er opinn fyrir nánast öllum breytingum
þ.e.a.s. túrbó , nítró , big bor.
Legg til að sá flokkur verði ekki keyrður með prjóngrind og breykkuðum afturgaffli.
Ef menn vilja meiri breytingar en þetta þá er til ofurhjólaflokkur sem er alveg galopin fyrir breytingum.
Kveðja Davíð