bróðir minn var með hilux sem pabbi síðar eignaðist. Var með 340 Mopar, 727 og diesel toyotu millikassa og hilux hásingar.
Var búið að brjóta nokkra millikassa þegar að gunni trúður átti hann. Þá voru hilux millikassar úr bensín bílum sem fóru alltaf í mask. Svo var skipt yfir í diesel hilux millikassann og hann fór aldrei.
Hann var með hilux hásingar og til að byrja með 4.88 frekar en 5.38 og þau brotnuðu bara eins og kandís. Svo var skipt yfir í 4.10 of eftir það brotnaði þetta aldrei.
svo veit ég til þess að það var búið að rífa gat á hásinguna stutt frá kögglinum. Eftir að það var búið að komast yfir þessa erfiðleika þá var bíllinn
mjög góður vægast sagt.
það er hægt að fá adaptera á þetta alltsaman hvort sem það er toy, chevy,mopar, ford eða annað.