Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

70-71 Thunderbird

(1/8) > >>

m-code:
Á einhver mynd af T-bird. sem stóð í skeifuni í rvk um 88-89.
Þetta var ca 70 árgerð, með svona grill sem var eins og mið á fallbyssu.
Hann var grænn og hægri hurðin var komin inn í miðjan bíl eftir tjón.
Hann var með 429 eða 460. Síðan sá ég hann sundurtættan upp í vöku.
Bíllin var mjög vel farin fyrir utan þetta tjón. Þetta var mjög flottur bíll
og mjög flottur að innan, rafmagn í öllu. Það væri gaman ef einhver
veit eitthvað um þennan bíl.

m-code:
Þetta var svona tæki.

Ingvar Gissurar:
Þarna er líklega um að ræða bíl sem Sveinbjörn Guðjohnsen átti og ég held að hann hafi flutt hann inn. Þessi bíll stóð um tíma (líklega 84-85) á horninu á Nóatúni og Brautarholti fyrir utan verslunina hjá honum (Bílabúðina H. Jónsson)
Ég var að pæla í þessum bíl á sínum tíma en var í skóla þannig að buddan leyfði þetta ekki á þeim tímapunkti...Því miður.
Þessi bíll var síðan eyðilagður þegar honum var snúið utan um staur eftir að Sveinbjörn seldi hann og rifinn einhverju síðar.
Mig mynnir að staurinn hafi lent í hurðastafnum og gengið vel inn í hvalbakinn og mælaborðið.
Þetta var svakalega flott græja, með rafmagni í öllu og öllum hugsanlegum þægindum og missir af þessum bíl.

edsel:
svakalega flottur frammendi 8)

Anton Ólafsson:

Er þetta hann þarna við hliðiná?

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version