Það er rétt að það er ekkert að marka þennan bíl á mynd, og hann virkar alls ekki svona sleðalegur annars.
Reyndar var þetta nef á þessum bílum hálfgerður vandræðagripur því að klaufskir kanar voru duglegir að "snýta" því þegar þeir voru að leggja í stæði og ný grill rokseldust hjá umboðsaðilunum.
En svo var stuðarinn allsérstakur líka en hann var heljarinnar krómhlunkur sem náði langt undir framendan á bílnum, og gerði allsérstakan svip á hann ásamt nefinu.
Afturstefnuljósin voru mynnir mig fjórskipt og blikkuðu í röð frá miðju og út til hliðar svipað og á Cougarinum, og innréttingin var með þeim flottustu sem maður hafði séð á þeim tíma.