Author Topic: Holley blöndungur mengar  (Read 5260 times)

Offline 66 Bronco

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« on: November 17, 2007, 12:28:03 »
Sæl öll.

Er í vandræðum með 280 cfm, 2ja hólfa Holley blöndung á 200 línusexu sem mengar afar illa. Hann er nýuppgerður frá a - ö með holley rebuild kit og allar rásir þræddar og blásið úr þeim. Óslitinn og bíllinn rýkur í gang og vinnur afar vel en bíllinn gengur of ríkur og tekur ekki stillingu. Nálarnar eru nýjar eins og allt annað í tornum. Hugmyndir??

Hjölli.
10 á toppnum!

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #1 on: November 17, 2007, 12:43:29 »
Er möguleiki á að flotið sé of hátt stillt?
Kv. Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #2 on: November 17, 2007, 15:15:36 »
eða nálar ekki af réttum sverleika?
tekur falskt loft einhverstaðar?
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline 66 Bronco

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
.
« Reply #3 on: November 17, 2007, 19:45:20 »
Nálarnar eru þær sem Holley seldi mér í þennan tiltekna blöndung og hann nær hvergi lofti. Flotið of hátt segirðu.. Þannig að það fljóti of hátt upp á inntaksventilinn í tornum? Getur hann þá verið að taka of mikið bensín inn á sig? Ég hélt að ventillinn sæi alfarið um þetta en kíki á það hið snarasta.

Dettur ykkur fleira í hug eða er þetta málið?




Hjölli.
10 á toppnum!

Offline chewyllys

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 132
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #4 on: November 18, 2007, 00:24:57 »
Gæti verið "Powerventillinn" annað hvort skemdur eða of stór,(gefur of mikið bensín).
Björn V.   #794
ChevyBenz. 13.36@105 mph.
3525 lbs.

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Re: .
« Reply #5 on: November 18, 2007, 01:32:56 »
Quote from: "66 Bronco"
Nálarnar eru þær sem Holley seldi mér í þennan tiltekna blöndung og hann nær hvergi lofti. Flotið of hátt segirðu.. Þannig að það fljóti of hátt upp á inntaksventilinn í tornum? Getur hann þá verið að taka of mikið bensín inn á sig? Ég hélt að ventillinn sæi alfarið um þetta en kíki á það hið snarasta.

Dettur ykkur fleira í hug eða er þetta málið?




Hjölli.


Ef flotholtin fara upp í lokið áður en þau loka fyrir inntakið, þá dælir dælan í gegn um blöndunginn. Sama ef gat er flotholtinu.

Skoðaðu hvort að dropi stanslaust niður í soggreinina í hægagangi, eða þegar þú ert nýbúinn að drepa á. Ef svo er þá er eitthvað að flotinu.

Kv Gunnar B.
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline 66 Bronco

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
.
« Reply #6 on: November 18, 2007, 10:03:59 »
Powerventillinn er nýr og kom með Holley rebuild kit eins og áður segir. Eins og fram kemur þá er allt nýtt í tornum. Flotið var mjög hátt, ekki upp í topp en nærri því. Beygði fjöðrina þar til flotið lokaði í láréttri stöðu og minnkaði mikið reyk og bensínfýlu úr pústi en fæ ekki enn nógu góða svörun þegar ég hreyfi nálarnar. Kannski má lækka það enn?

Kveðja, Hjölli.[/u]
10 á toppnum!

Offline jeepcj7

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 307
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #7 on: November 18, 2007, 10:55:31 »
Er þetta nokkuð svona blandari,það virðist vera hægt að klikka á jettunum
(Metric/fet)miðað við þessa grein.
http://www.surpluselectron.com/aaron/holley.htm
Kveðja jeepcj7
Hrólfur Árni Borgarsson<br />Jeep cj2 ´46. 466  Built ford tough<br />\"There is no substitute for cubic inches\"<

Offline Kiddi

  • TÚRBÓ
  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.762
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #8 on: November 18, 2007, 17:53:28 »
Quote from: "chewyllys"
Gæti verið "Powerventillinn" annað hvort skemdur eða of stór,(gefur of mikið bensín).


Venjulegur Holley "power ventill" er aldrei of stór, hann opnar bara og lokar við ákveðin undirþrýsting.
8.93/154 @ 3650 lbs.

Offline chewyllys

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 132
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #9 on: November 18, 2007, 18:32:16 »
Næsta mál er að þurrka kertin vel og byrja upp á nýtt í ferlinu.
Björn V.   #794
ChevyBenz. 13.36@105 mph.
3525 lbs.

Offline 66 Bronco

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
.
« Reply #10 on: November 18, 2007, 23:04:42 »
Kertin eru ný í nýupptekinni vél (legur, ventlar, hringir) og skoðuð reglulega í öllu ferlinu. Þau eru þurr og góð. Flotfiktið í gær gerði gagn, spurningin er bara hvort ég græði á því að færa það enn neðar. Einhverntíman hlýtur að fara að skorta á bensín.

Þakka ykkur öllum vel og mikið, hvort sem hér er meira á ferðinni eður ei var mikið gagn að þessu með flotið.

Hjölli.
10 á toppnum!

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #11 on: November 18, 2007, 23:49:51 »
Er ekki einhversstaðar gefið upp fload-level á pappírunum sem fylgdu með upptökukittinu? Næstum viss að svo sé.
Gæti verið á bilinu 0,4-0,6 tommur.

Svo er spurning hvort einhver óhreinindi hafu komist undir inntaksnálina, er ekki örugglega ný bensínsía?

Líka ath. eins og Viðar var að tala um, skoða kertin þó að þau séu ný, þá eru þau þau fljót að sótast ef blandan er ekki rétt.

Svo er spurning með kveikjutíman og svoleiðis stillingar þegar flotið og blöndunin er komin á rétt ról.

Kv Gunnar B
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #12 on: November 19, 2007, 11:42:04 »
Smá innskot þó ég viti ekki skít hvað er að  :lol:
"Nýtt" getur verið framleiðslugallað..   Ekki gleyma því  :wink:   Ekki að ég sé að halda því fram að eitthvað af því sem þú ert með sé gallað, en það er ástæða fyrir því að hlutir fá á sig verksmiðjuábyrgð..
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline 66 Bronco

  • In the pit
  • **
  • Posts: 63
    • View Profile
.
« Reply #13 on: November 19, 2007, 12:34:25 »
Sko!

Stillti flotið og fékk allt í ordinn. Gengur eins og svissneskt úr, kveikjan pottþétt og svarar nálunum vel.

Kærar þakkir.

Hjölli.
10 á toppnum!

Offline cv 327

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 433
    • View Profile
Holley blöndungur mengar
« Reply #14 on: November 19, 2007, 23:00:58 »
:smt023
Kveðja.
Gunnar B. Eyjólfsson
Sveitakallinn