Til sölu Defender 110 V8 árgerð 1985. Bíllinn er með vökvastýri, 5 gíra kassa, læsanlegum sídrifsmillikassa og 3,5l. rover vélinni með 2 blöndungum og með diskabremsum að framan. Bíllinn er í góðu standi og hefur verið í töluverðri yfirhalningu síðan ég eignaðist hann í febrúar síðastliðinn. Akstur er 289 þús km. Skoðaður 08.
Þessi Defender var fluttur inn frá Sviss 2004 og hefur verið geymdur inni á veturna. Þetta eintak er ekki með sætum aftast og er því 5 manna, með geymslukassa milli ökumanns og farþega. Gúmmídúkur er í gólfinu á bílnum og innrétting er snyrtileg. Ég er búinn að ferðast mikið á bílnum í sumar og hann hefur reynst mjög vel.
Það sem ég hef gert við bílinn er eftirfarandi:
- Ný pinionspakkdós í afturdrifi og að aftanverðum millikassa.
- Öll ljósagler ný nema aðalljós að framan sem voru í lagi.
- Nýjar bremsudælur að aftan.
- Ný kúplingsdæla, neðri.
- Ballansstangargúmmí og liðir nýjir.
- Nýjir gormar framan og aftan + upphækkunarklossar (4cm framan
og 3 cm aftan).
- Allar fóðringar nýjar í framhásingu.
- Nýtt miðstöðvarelement.
- Skipt reglulega um olíur á gírkassa, millikassa, vél og hásingum.
- Nýklædd og uppbyggð sæti, svartur vínill auk þess nýtt gúmmi á
gírstöng.
- Nýupptekinn LT85 gírkassi.
- Nýr hljóðkútur, opinn.
- Nýr stýrisdempari.
- Nýir pinnboltar í pústgrein.
- Nýjar pústgreinapakkningar.
- Ný bensínsía.
- Nýleg kúpling
- Nýlegir hjöruliðskrossar í stýri (frá stýri niðrí maskínu).
Auk þess hafa verið settar á bílinn grindur. Bíllinn er með sérsmíðaðan spilstuðara og öflugt vökvaspil. Á stuðaranum er kastaragrind með 2 ljóskösturum. Utan um framrúðuna er veltigrind/kastaragrind sem nær frá frambrettum og er tengd toppgrindinni. Ofan á veltigrindinni eru 4 nýir ljóskastarar. Einnig voru sett stuðarahorn aftan á bílinn og dráttarbeisli hækkað upp. Bíllinn er á ágætum 265/75 16 Hankook heilsársdekkjum. Varadekksfestingar eru á afturhurð og vélarhlíf. Grindurnar eru allar galvanhúðaðar og málaðar.
Þessar árgerðir af Defender eru með sterkari hásingar en þeir yngri.
Verð 670.000
Upplýsingar
borgthor06@ru.isBorgþór Stefánsson