Kvartmílan > Bílarnir og Græjurnar
Boss 302 (Stáleystu)
Moli:
--- Quote from: "JONNI" ---Átæðan fyrir að mótorinn var aldrei í honum er að það var alltaf eitthvað vesen á honum og sett var 390 úr 69 GT bílnum sem valt sem Barði átti.
Nú þarf bara að ná í shaker góssið og það allt. Það er til á klakanum.........man ekki hvað kappinn heitir.
Ég veit hvert N carrier hlutfallið fór úr honum, og þess má geta að hásingin var hvít í bílnum og Barði hafði sett spacera undir bensíntankinn til að lifta honum upp til að hásingin sæist betur......hehehe
Annars væri bíllinn geggjaður í original föl græna litnum.
Kv
Jonni
--- End quote ---
Ég gerði dauðaleit að shakernum á sínum tíma, talaði við marga sem þekktu sögu hans en aðeins einn sem ég náði aldrei á, það var Hjalli, hann átti gula ´70 BOSS-inn og þann græna á sama tíma. Ég heyrði það þannig að hann hefði ætlað sér að taka allt góssið úr þeim græna og færa yfir.
Ég hafði síðan samband við þann sem á gula ´70 BOSSin í dag og hann fékk aldrei neitt frá Hjalla, t.d. shaker, stokk, og gardínurnar á afturgluggann. Ef maður myndi nú einhverntíman ná á Hjalla þá væri gaman að komast að því hvað hefði orðið af þessu dóti því ég talaði við Ásgrím (sá sem átti hann á undan honum) og þá var Shaker-inn, stokkurnn, gardínan ofl. á honum.
Hvert fór hlutfallið/köggulinn sem var í honum?
Belair:
Price: $449.95
http://www.superiormustangparts.com/1970-mustang-parts.asp
JONNI:
Já hvort hann hét Hjalli, Óli Hrafn vinur minn átti bílinn lengi 70 Græna, og hann lét mála hann grænan þá vorum við búnir að hafa upp á þessu, en hann vildi talsvert af fé fyrir þetta..............fé sem ekki endilega var til þegar menn voru ungir námsmenn. Ég rökræddi mikið við Óla að mála bílinn ljós grænann en þetta var náttúrulega ekki minn bíll :D
N carrierinn fór í 86 Chevy Blazer 454, og þegar við vorum að þrífa hann kom hvíti liturinn í ljós sem Barði hafði málað hann með. N carrierinn kom frá Steina Ford sem er mekkanikker hjá Toyota, þess má geta að Steini átti einnig svartann 69 mach one bíl og 69 super cobra jet fastback bílinn, sennilega hafa einhverjir séð myndir af þessum bílum er þeir stóðu í hamraborginni í kópavogi...................20 ár síðan
Þess má geta að Barði var eitthvað að bauka með Dísel olíu með bensíninu á 302 vélinni því þjappan var há........... :shock: menn voru svona að prófa sig áfram...............
Annars var 70 Boss bíllinn flottur hjá Barða allt skverað og málað undir og fínn.
Bíllinn var keyptur á yard í New York, og var recoverd theft eða eitthvað svoleiðis, vantaði á hann annað frambrettið og eitthvað, ef skoðað er betur sést að annað brettið á bílnum er með þykkan kannt og ekki rúllaða brúnina inn, man ekki hvoru megin.
Kv
Jonni
JONNI:
góður svona
Ragnar93:
:o Nice!!!! snild liturin á honum
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version