Þar sem T-toppur kom ekki á Camaro fyrr en 1978 er þetta nokkuð merkilegur Cammi en það var einhver aðili í USA sem breytti bílum í T-toppara á sínum tíma og væntanlega er þetta einn af þeim.
Mér skilst að eins og T-toppur getur verið skemmtilegur á sólríkum degi séu þeir ekki eins vinsælir á rigningardögum, aðallega vegna algengra lekavandamála og í kraftmiklum gerðum áttu þeir til að smella út þegar mikið gekk á í beygum.
Að lokum, veit einhver hver er eigandi á þessum Camma ?