Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Sandspyrna 27.08.1978
Dodge:
Bara leifa þetta aftur.. hjólin fóru beint þarna í denn.
arnar:
eigi þið til myndir frá sandspyrnu árið 1996 þegar hafliði velti og var Íslandsmeistari??
1966 Charger:
Já það má nú hafa mörg orð um þessa fyrstu sandspyrnu Bílaklúbbs Akureyrar. Ég var í stjórn Bílaklúbbsins á þessum árum og nokkrum vikum fyrir keppni fórum við út á Dalvík til að afla leyfa hjá landeigendum. Fyrst skoðuðum við vel fjöruna og týndum í hrúgu rekavið sem þurfti að fjarlægja úr brautarstæðinu. Síðan renndum við galvaskir heim á hlað til bóndans sem átti þessa fjöru með öllu sem í henni lá. Sandspyrna var honum reyndar framandi en féllst hann þó á að leyfa okkur að halda hana þarna í fjörunni, þó með því eina skilyrði að við létum rekaviðinn hans alveg í friði. Það var lán að þar sem við ræddum við bóndann snéru dyrnar sem hann stóð í inn í Svarfaðardal en ekki út til fjörunnar vegna þess að þar lagði allþykkan reykjarbólstur frá miklum rekaviðarhaug sem við höfðum kveikt í skömmu áður. Eftir leyfisveitinguna þarna á hlaðinu var ekið greitt niður í fjöru og migið á bálið til að forðast leyfissviptingu.
Eftir að við vorum búnir að festa okkur landið og auglýsa keppnina um allar trissur þá fóru að renna á okkur einar tvær til þrjár grímur (sennilega svokallaðar Thomsens grímur) vegna þess að sandurinn var býsna gljúpur. Brugðum við á það ráð að fá lánaða mikla dælu hjá Slökkviliðsstjóranum á Dalvík sem aðstoðaði okkur með ráðum og dáð við þetta verk. Jafnframt fengum við lánaða einhversstaðar jarðvegsþjöppu. Alla nóttina fyrir keppnina dældum við vatni úr Svarfaðardalsá og þjöppuðum sandinn eins og við ættum lífið að leysa með vaktaskiptum. Þessu vökvunar- og þjöppustandi varð reyndar sjálfhætt þegar blessuð brunadælan bræddi úr sér undir morgun. Því miður kom á daginn að allt þetta strit okkar skipti harla litlu máli fyrir þéttleika sandsins. Mig minnir að einhver hafi fest sig í brautinni og einum keppanda þurfti að ýta af stað. Hvað um það; á keppnisdaginn mætti þarna múgur og margmenni enda trekkti Benni Eyjólfss alltaf að. Við strituðum þarna allan daginn vansvefta en voðalega sælir með þetta allt saman.
edsel:
er pikkinn og Blazer-inn til enþá?
arnar:
eigi þið til myndir frá sandspyrnu árið 1996 þegar Hafliði velti og var Íslandsmeistari??
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version