þetta er/var 46 árgerð, með 327 sbc,
myndin var tekin á sýningu í Laugardalshöllinni 1978,
pabbi gerði þennan upp ca árið 1975-76, keppti á honum talsvert í torfærunni, þetta er held ég fyrsti svona gamall Willys sem var gerður upp hérna og breytt svona mikið, en það getur verið vitleysa í mér..
þegar hann keypti bílinn (í kópavogi) var hann með tréhúsið held ég, og meira að segja segir sagan að sláttuvélin hafi ennþá verið boltuð í hliðina á bílnum.
Við bræðurnir eigum slatta af myndum frá þessum tíma og ætlum að koma saman og skanna þær inn og koma þeim á netið..