Author Topic: Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5  (Read 3121 times)

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5
« on: November 09, 2007, 14:06:38 »
Er að leita að tveimur bílum sem ég átti fyrir nokkrum árum.

Fyrst er það Jeep CJ5 árgerð 1966.

Keypti ég hann í pörtum fyrir fermingarpeningana (1977). Borgaði fyrir hann 230.000 gamlar krónur, eiginlega var það bara grindin með hásingum, í það settum við Volvo B-18 vél. Var þetta samvinnu verkefni mín og pabba. Hann sýndi mér og ég gerði það sem ég gat. Ný skúffu var keypt frá Blikksmiðjuni Gretti, notaði gamla húddið og grill, en keypti plast frambretti á hann. Var á á 8 spoke hvítum felgum með 33“ Vagabond dekkjum frá Mart, (ef ég man rétt). Var hann rúllaður svartur og með svartri blæju. Lengi vel stóð Speed Sport á húddinu en endaði á því að vera bara Sport, hitt flagnði af.  Það eina sem við feðgarnir treystum okkur ekki í var að leggja rafmagnið, þannig að græjan var dýrkuð í gang og ekið yfir hálft Seltjarnarnes til Skúla rafvirkja, og reddaði hann þessu. Stuttu seinna fór að bera á rafmangstruflunum og síðan fór einn og einn vír að detta í sundur. Virstist eins og að vírarnir væru of stökkir, kom þá í ljós að húsarafmagsvírar og sexvíra tengi virka ekki vel í bílum. Þannig að á endanum lögðum við nýtt rafkerfi með mjúkum vírum og var allt í lagi eftir það.
Þessi bíll var á númerinu G 3434 og kom á götuna þegar ég varð 17. Sem er 1981. Stuttu seinna komst ég yfir sprautukönnu og eftir það sprautaði ég hann á hverju vori. Tók jú ekki nema daginn, þetta er ekki stórt boddy.

Hinn bíllinn sem ég er að leyta að var Dodge Charger 1974, svartur að lit.
Fyrst sá ég hann á bílasölunni inni í Skeifu sem var staðsett undir þar sem Dominos er. Þá var hann á að mig minnir T eða B númeri,, en ég setti hann á G eitthvað. Man ekkert lengur um það.

Þar stóð hann á sölu 1981, reyndi ég að kaupa hann, bauð ég jeppan (hér að ofan) en hann vildi fá hann + 45.000. Það var slatti á þeim tíma og skólastrákur átti ekki fyrir því. Og mér fannst það líka of mikið. Þannig leið eitt ár. Þá fann ég hann á bílasölu sem var á Njálsgötu(ef ég man þetta rétt) alla vega fyrir neðan Iðnskólann í Reykjavík. Þá var eigandinn eitthvað orðinn fátækur og eignaðist ég hann þá á 45.000 (fór og leysti út smá skyldusparnað) og bíllinn varð minn. Eftir þessa miklu dvöl á bílsölum þurfti margt að pússa til að fá hann fínan en það tókst með hjálp margra vina. Byrjaði á að fara á bensínstöð og láta fylla hann, bensíntitturinn bauðst til að mæla olíu á honum. Þegar komið var að borga þá fóru nærri 10 lítrar af olíu á hann,, þá kom í ljós að búið var að stela olíukvarðanum úr honum og setja úr Cortinu í staðinn. Ford virkar ekki í Dodge, alla vega ekki enskur Ford,, alla vega ekki þarna. En sem betur fer var þetta niður á Klöpp á Skúlagötu og var þá smurstöð þar,, Þeir redduðu þessu. Nýjan kvarða fékk ég í Vöku.

Það sem að gerði hann öðruvísi en aðra jafnaldra hans var að eitthver fyrri eigandi hafði sett á hann L-88 Fiber húdd scoop og síðan hafði verið soðinn á hann nokkuð stór spoiler að aftan, var það spoiler sem náði út á brettin og ca. 15-20 cm uppí loftið. Hallaði svona ca. 45 gráður. Hann var trúlega á Crager SS felgum. Hann var ekki með snúningshraðamælir í húddinu og ekki heldur með rimla fyrir hliðarrúðunum að aftan.
Dempara að aftan sem hægt var að blása í lofi og gat maður þá hækkað hann og lækkað. Allt eftir því hvort maður vildi láta græjuna spóla eða ekki. Sérpantaði þá í ÖS umboðinu, tók ekki nema nokkra mánuði að koma yfir hafið.

Þessa báða átti ég þar til í Júní 1984 en þá skipti ég þeim út fyrir einn nýjan bíl. Sem ég hafði sérpantað nokkrum mánuðum áður.

Var þetta gert í umboði sem var gamalt og gott umboð , Egill Vilhjálmsson, en eftir miklar breytingar þá var það flutt af Hlemmi og var komið inn á Smiðjuveg. Og í staðinn fyrir að selja ameríska gæðavagna þá var það farið að selja Ítalska smá hesta. Þarna varð fyrir valinu Fiat Uno 45 S.  Gífurleg græja sem eyddi jafn miklu á mánuði og Chargerinn á helgi. Fyrir utan að Fiat inn var grár og ekkert mál að halda honum hreinum. Fiat inn kostaði 245 þúsund og lét ég báða bílana mína uppí á 180 og skildusparnaðurinn reddaði rest. Mikill var munurinn á að bóndósinn dugði allan líftíma bílsins,, ekki bara vikuna. Þetta var ágætis bíll, skilaði mér nærri 10.000 km fram í 11. sept 1984 en þá stökk fyrir hann staur og dó í rétti. Eða þannig,, Tryggingarfélagið borgaði mér hann út. Fékk ég 235.000 kr. Fyrir hann. Og var nokkuð sáttur við þá niðurstöðu.

En það er önnur saga.

En eitthver keypti síðan þessa bíla af sölunni og síðan veit ég ekki meir.

Sem sagt, ég er að leita að hvað varð um þessa bíla.  Jeep CJ5 1966 G3434 og Dodge Charger 1974 G ??????

Allar mínar myndir af þessum bílum hafa tapast, því miður. Langar að vita hvað varð um þá svörtu.

Allar upplýsingar vel þegnar.
Halldór Jóhannsson

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5
« Reply #1 on: November 11, 2007, 17:32:24 »
Þetta ætlar greinilega ekki að verða auðvelt.

Þannig að ef eitthver hefur eitthvern tímann séð þessa bíla þá látið mig vita.

Maður getur þá kannski spaslað sögunni saman.
Halldór Jóhannsson

Offline Belair

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.325
    • View Profile
    • Alli´s Icelandic Firebird Page
Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5
« Reply #2 on: November 11, 2007, 17:40:48 »
eingar myndir
Trans Am 84 350rwhp Ls1 T56
Legacy 99
Haase 128

Benedikt H Jóhannsson KK#2010 FBI#3341

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5
« Reply #3 on: November 14, 2007, 19:16:41 »
Þetta er ekki eins einfalt og ég hélt,,


Man eitthver eftir að hafa séð þessa bíla eitthvern tímann?
Halldór Jóhannsson

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5
« Reply #4 on: November 14, 2007, 19:38:56 »
Ertu búinn að fletta hérna í gegn, 64 myndir af 71-74 Charger --> http://www.bilavefur.net/album/thumbnails.php?album=174
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5
« Reply #5 on: November 15, 2007, 08:09:13 »
Quote from: "Moli"
Ertu búinn að fletta hérna í gegn, 64 myndir af 71-74 Charger --> http://www.bilavefur.net/album/thumbnails.php?album=174


Að sjálfsögðu er ég búinn að því, oftar en einusinni. Góð síða.

En ekki er hann þar. Er meira að segja búinn að skoða flestar aðrar myndir til að athuga hvort hann væri að þvælast á þeim.

En takk fyrir ábendinguna.
Halldór Jóhannsson

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5
« Reply #6 on: November 15, 2007, 10:51:13 »
Á ég að trúa því að hér sé talað um Dodge Charger 1974 og enginn kannist við hann  :shock:   Og sérstakur í útliti í þokkabót  :shock:

Quote
einhver fyrri eigandi hafði sett á hann L-88 Fiber húdd scoop og síðan hafði verið soðinn á hann nokkuð stór spoiler að aftan, var það spoiler sem náði út á brettin og ca. 15-20 cm uppí loftið. Hallaði svona ca. 45 gráður.

Ekki eins og maður sjái þetta á hverjum degi? :)
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline Porsche-Ísland

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 140
    • View Profile
Leita að 1974 Charger og 1966 CJ5
« Reply #7 on: November 16, 2007, 08:08:15 »
Quote from: "ValliFudd"
Á ég að trúa því að hér sé talað um Dodge Charger 1974 og enginn kannist við hann  :shock:   Og sérstakur í útliti í þokkabót  :shock:

Quote
einhver fyrri eigandi hafði sett á hann L-88 Fiber húdd scoop og síðan hafði verið soðinn á hann nokkuð stór spoiler að aftan, var það spoiler sem náði út á brettin og ca. 15-20 cm uppí loftið. Hallaði svona ca. 45 gráður.

Ekki eins og maður sjái þetta á hverjum degi? :)


Kannski eru bara allir of ungir hér á spjallinu til að muna eftir bíl sem var á götunni til 1984 alla vega.

Prufa að tala við eitthvern sem er með aðgang að Fornbílaspjallinu..l Þeir eru eldri þar ,,,,, sko mennirnir.
Halldór Jóhannsson