Nú verð ég að leyta ráða vitrari manna. Ég er með Mercury Grand Marquis ( Ford Crown Victoria) sem er á 15" dekkjum.
Mér bjóðast 16" felgur sem eru undan ´94 Mustang. Á þetta ekki að passa undir Mercury?? Gatadeilingin er að ég held 5-114 á báðum, en gætu bremsudælurnar þvælst fyrir?
Það væri frábært ef einhver vissi eitthvað um þetta því þessar felgur eru nefnilega hinum megin á landinu.
