Author Topic: Þessi var við hliðina á GT-500  (Read 1982 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Þessi var við hliðina á GT-500
« on: October 24, 2007, 22:16:10 »
Mikið búinn að pæla í hvaða bíll þetta væri sem væri við hliðina á honum á þessum myndum... það sést aðeins í spoilerinn....




Camaro var það víst....


Svo er þetta frásögn Guðmundar Kjartanssonar, um það afhverju hann var eins og hann var á þessum myndum.

Quote from: "Guðmundur Kjartansso"

Þessi mynd er nú ekki til að klappa fyrir en svona leit bíllinn út á þessum degi haustið 1982. Ég hafði ekið honum nokkuð sumarið ´82 eftir að vera búinn að setja í hann sjálskiptingu, drif af réttri hæð og gerð, laga fjaðrir og ótal margt annað, en svo er það bara eldsnemma á föstudagsmorgni í október 1983 að ég er að leggja af stað á ljósi á Klapparstíg og Laugavegi að þar kemur aðvífandi Volvo jarðýta á N -númeri og sá ég að ökumaður og farþegi voru í hrókasamræðum og sáu ekki neitt. Ég náði að nema staðar, en þó kominn aðeins inn á gatnamótin. Þar fór stuðarinn. Allt í K, og ég fór í vinnuna og svo heim um kvöldið. Fór svo út á land á skytterí. Aðfaranótt laugardagsins fæ ég upphringingu frá pólitíinu vegna R-2999, Mustang-bíls og ég spurður hvort ég eigi þennan grip. Lúðinn hafði komið á sínum fjalla Hi-Lux og snúist í heilhring á götunni þar sem ég bjó og náði að skella sér tvisvar í hliðina og framan á bílinn. ÞEss vegna er hann svona dapurlegur á þessari mynd. En það átti eftir að versna. Þarna á myndinni stendur hann fyrir utan ónefnt málningarvekstæði í Firðinum. Nóttina eftir að þessi mynd var tekin var öllm dekkjunum stolið undan honum. Er það ekki botninn?

Ég kláraði að gera við hann og alla mína fjármuni og meira til. Seldi hann úrbræddan vorið 1985 og sé ekki eftir honum. ÉG hef verið í sambandi við SAAC vegna hans og það er rétt, hann er á bílasafni í Tokyo. Bílaspekúlantar halda að 100 þúsund dollarar sé einhver endaleg tala en svona bíll var seldur nýlega óuppgerður á um 27 þúsund dollara. Allir þeir sem eiga GT-500 bíla ljúga því til að þeir hafi verið með 2XHolley 4v, 10-spoke felgur og inboard lights. Það er bull. Fyrstu 100 bílarnir voru með inboards, restin var það ekki og aðeins um 100 fyrstu bílarnir voru smíðaðir í LA, þá var að slitna upp úr samstarfinu. Það var vegna þess að Carroll Shelby nennti ekki að framleiða rúnkerrur fyrir kótilettukarla. Fyrir honum eru 65-66 GT-350 K- og R bílarnir hinir einu sönnu Shelby Mustangar.

Mönnum þykir það súrt að ekki sé til svona bíl hér, sögunnar vegna en um það var ekki að ræða. Þessi bíll lifði sitt blómaskeið hér eitt sumar (1973) og varð aldrei það sem til stóð aftur. Menn verða bara að sætta sig við það. En vélin úr honum er til hér, hálf ónýt að vísu en kannski raða ég henni saman einn daginn og set í minn einka Galaxie 500 Convertible.
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Guðmundur Björnsson

  • Pre staged
  • ****
  • Posts: 294
    • View Profile
Chevy Camaro 70 RS
« Reply #1 on: October 25, 2007, 01:11:44 »
Átti þennan 70 Camaro c.a 82 eða 83,var upphaflega brún m/vinill topp
350 auto.Ég málaði hann bláann(sjá mynd) með Z28 strípum og skift var um vél
Hann var upprunalega Rally SPORT með hvítun sætum og svörtu mælaborði, snúari í borði og parkljósin uppi.
Ég seld nokkru mánuðum seinna og hann var gereyðilagður í áreksti
við ljósastaur ca 84 eða 85. :x