Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

69 Fastback

(1/5) > >>

Anton Ólafsson:
Þessi er víst farinn yfir móðuna miklu.

R 69:
Hvaða bíll var þetta Anton ?

Anton Ólafsson:
Þetta er A3474.

Hann var víst original 6cyl. Rúnar Vestmann flutti inn 302 í hann í gegnum ÖSumboðið og var víst í rólegheitunum að breyta honum í Mach1, hann seldi svo bílinn til Húsavíkur, þar sem hann valt fyrstu helgina einhverjar 8veltur, smyglaður vodki slettist út um allt og mussinn var allur,

Annars væri nú best ef Rúnar sjálfur myndi tjá sig um málið og segja sögu þessa ágætabíls.

Anton Ólafsson:
Er enginn Húsvíkingur hérna sem kannast við þennan eða söguna af honum?

Anton Ólafsson:
Jæja.  Rúnar Vestmann sendi mér sögu þessa bíls. Hún er svona,


Sælir, smá fróðleikur til gamans í sambandi við Þennann bíl þá keypti ég hann 16 ára gamall ´76   þá ekinn 79 þús. mílur á kr. 750 þúsund af Halldóri Olgeirssyni  Ysta Hvammi Þingeyjarsýslu.Hann var með númerið þ-2663   Siðan um vorið ´77 er sett 8 cyl  302 ´vél í bílinn, fékk Bjössa Skírnis í Skarði til að græja vélina í bílinn síðan var hann sprautaður á Þórshamri og svo kom Arthúr Boga til mín og vildi endilega selja mér vökvastýrið úr Shelbyinum og hann vildi fá stýrisdótið úr mínum í staðinn + 30 þús.í peningum, það var sett vökvastýri í bílinn á BSA verkstæðinu, bíllinn varð rosa léttur í stýri á eftir, jæja eftir að hafa spólað og spólað þá brotnaði drifið, fékk hásingu úr Galaxy hjá Sigga Hlöðvers og eftir það var bíllinn svo lágt gíraður að maður lék ´ser að spóla í þriðja gír. Seldi bílinn 27. maí ´78  þá ekinn tæpleg 100 þús mílur ( 20 þús á vél )  Simma brjál á 2 milljónir á borðið. Hann var svo á fylliríi og lét einhvern keyra sig og sá velti bílnum 8 veltur og smyglaður vodki þeyttist um alla móa. Það var lengi vel til mynd af bílnum eftir velturnar á löggustöðinni á Húsavík.    Kveðja  Rúnar  ;)

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version