Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.
Mustang 71 72
Valli Djöfull:
--- Quote from: "m-code" ---Anton er ekki hægt að finna fastanúmerið á þessum græna.
Er þetta ekki Þ1970 sem er á honum.
--- End quote ---
Þessi græni á síðu 6.. Þ1970 Þorsteinn Geirsson nokkur á Raufarhöfn átti hann þegar þessi mynd er tekin, var að komast að því :)
Anton Ólafsson:
Og nú er verið að tala um þann fjólubláa , en það var byrjað að gera hann upp, en er búinn að standa í FBÍ geymslunum í mörg ár eftir að gefist var upp á uppgerðinni.
Svona er sem sagt sá fjólublái í dag (áður guli),
Anton Ólafsson:
Jæja, þekkir einhver þennan?
1966 Charger:
Ekki veit ég hvort þessi Ríjateppis-Töng er sami bíllinn. Hitt er annað mál að þættinum bárust stökur um þennan eðal-ölvagn:
Hér ek ég um í rauðum ríjateppum
sem rosa æla lenti á í gær.
Við vorum þá að koma "onúr" Hreppum
við hlið mér lá víst bokka eða tvær.
Á föstudögum fögnum við og djúsum
ég í formi ásamt fleiri delum.
Á sveitavegum þröngum síðan krúsum
og spyrnum fram úr gömlum dráttarvélum.
Það munu margir píur á mig góna
er malbikið ég spóla upp sem ég vil.
Og þegar Ríja-Töngin fer að prjóna
þær blotna kannski eitthvað neðantil.
Því bíllinn minn er bestur hér á landi
ég bara man hvað gerðist nú í gær.
Ég missti í sætið flösku af góðu blandi
er kvartmíluna fór á átta tvær.
Þórður Ó Traustason:
Þetta rauða hró átti víst að vera 72 árg. Hann var með 351 auto.Var sagður vera R code bíll en mig minnir að hann hafi verið Q code,allavega var í honum 351 sem virkaði ágætlega . Sú vél var sett í Bronco.Þessi mynd er tekin á sprautuverkstæði í Kóp.86 eða 87 sem þáverandi eigandi var að vinna á og stóð til að gera bílinn upp.Ég held að gripurinn hafi verið rifinn.Hann var seldur að mig minnir á Snæfellsnes,en ég sá hann held ég á Smiðjuveginum og þá vantaði allt hjólastellið undir hann.
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
[*] Previous page
Go to full version