Author Topic: Umræðan um reglubreytingar  (Read 4083 times)

Offline 1966 Charger

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 849
    • View Profile
Umræðan um reglubreytingar
« on: October 22, 2007, 13:23:40 »
Jæja þá er umræðan árlega um reglubreytingar komin af stað.  Ég er að spá í hvort hægt væri að gera einhverskonar viðmið sem gerir okkur færari um að meta hvort breytingartillaga sé til góðs FYRIR KVARTMÍLUÍÞRÓTTINA  (en ekki einstaka bílategundir/keppendur).  Ég tel að keppnishaldarar verði að byggja tæknireglur á ákveðnum grunnviðmiðumsem auka vöxt íþróttarinnar  Ef að keppnishaldarinn setur fram skýrar forsendur fyrir reglum/reglubreytingum þá dregur það líka úr regluþrasinu árlega.  Hér er mín hugmynd um slík viðmið.  Ég tel semsagt að reglur/breytingartillögur sem auka líkurnar á að eitt eða fleiri eftirfarandi atriði verða að veruleika séu til góðs fyrir íþróttina:

a)   jafna keppni innan flokks
b)   auka líkurnar á að fleiri keppendur mæti í flokk
c)   gera keppnishaldara/keppendum auðveldara að fylgjast með að reglum sé framfylgt.


Varðandi a-lið þá leitast öll mótorsportsambönd við að jafna keppni vegna þess að það tryggir meiri spennu sem fjölgar bæði keppendum og áhorfendum og eykur líkur á fjölmiðlaumræðu.  Varðandi b-lið þá fjölgar keppendum ef að keppnin er jöfn en líka þarf að taka hér tillit til kostnaðar sem reglubreyting hefur í för með sér fyrir keppendur.  Varðandi c-lið þá er það svo að margar tæknireglurnar hérlendis snúast um það sem er inni í mótor, skiptingu eða hásingu.  Við verðum hinsvegar að gera okkur grein fyrir að eins og staðan er í dag er fullkomnlega óraunhæft að keppnishaldarar rífi vélar eða annað ef að grunur leikur á um að keppnistæki sé ólöglegt. Því ætti að reyna að fækka svona "innvols" reglum. Þær reglur sem líklega geta jafnað keppni mest eru dekkjareglurnar.

Það er væri nú fínt ef einhverjir segðu hvað þeim finnst um þetta og bættu við þetta ef þeim sýnist svo.

Err
66 Charger, 451, .582" lift, 10" conv.  4.10:1. 1868 kg/4118 lbs.
60=1,994, 11,79@114 mph venjuleg Firestone radial dekk.
Íslandsmeistari MC 2007, 2008 og 2009.

Offline íbbiM

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.851
    • View Profile
Umræðan um reglubreytingar
« Reply #1 on: October 22, 2007, 14:56:18 »
ég er svosum ekki sá.. heitasti í þessu,

en mér fannst einhevrnvegin ekki rétt að sjá 4wd og rwd bíla keppa á móti hvor öðrum,

einnig er ég dáldið áhugasamur um eitt atriði í GT flokk, er ekki bannað að skipta út upprunalegri blokk?

kemur reyndar ekki að sök fyrir minn bíl, þar sem ég skipti um blokk en sett bara new style ls1 blokk í hann í staðin, en það eru hinsvegar 3 lsx camaroar sem verða á brautini sem eru með óorginal blokkir, er forvitin að vita í hvaða flokka þessir bílar fara, og hvort ég verði í öðrum flokk en þeir
ívar markússon
www.camaro.is

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Umræðan um reglubreytingar
« Reply #2 on: October 23, 2007, 16:16:11 »
Ég er sammála 66 charger með viðmiðin 3 þó svo ég sé ekkert séní í reglunum og ég ætla ekki að tjá mig um bíla flokkana, þekki þá einfaldlega ekki  :wink:

Regla 8.3.1 Allar breytingar á vél leyfilegar ef rúmmál helst innan flokks þessi regla kemur í veg fyrir endurnýjun í hjólaflokkunum nema að einstaklingur hafi mikin áhuga á að breyta hjólinu sínu í kvartmíluhjól til að eiga séns í þá sem eru að keppa nú þegar. Auk þess að eyða fullt af fjármunum og breyta aksturseiginleikum hjólsins.

Ég tel að til þess að endurnýjun í hjóladeild geti þróast eðlilega þurfi að vera til flokkar fyrir óbreytt hjól. þeas einu leyfilegu breytingar væru jettun(powercomander) og púst.  Strappar, slikkar og allt annað væri bannað. Auðvelt fyrir keppnishaldara að fylgjast með.

Ef þessi breyting yrði að veruleika þá myndi það jafna keppni innan flokka auk þess að auka fjölda keppenda í kvartmílu þar sem einstaklingur þarf ekki í miklar breytingar til að geta átt möguleika  :wink:

Einnig vantar breytingu á flokk fyrir 50cc hjól sem eru með felgur minni en 15" eins og Valli var svo skarpur að reka augun í um dagin.

Persónulega hef ég engan tíma til að vasast í reglugerðarbreytingum en mæli með því að nefndin sem ég las um hérna á vefnum sem á að leggja til tillögur taki þetta til skoðunnar tel þetta geti orðið til aukinnar þáttöku í hjóladeildinni.
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.

Offline Dodge

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.204
    • View Profile
Umræðan um reglubreytingar
« Reply #3 on: October 23, 2007, 16:20:08 »
Þegar menn keppa í kvartmílu geta víst ekki allir unnið..
Númer 1,2 og 16 tel ég vera að hafa flokkana eins fá og mögulegt er
svo úr verði alvöru keppni.
Ekki bara 1 flokkur per tæki.
Besti tími í kvartmílu. 10,697  60ft. 1,543  hraði. 114,5mph
Besti tími í 1/8. 6,526  60ft. 1,865  hraði. 117,5
Besti tími í sandi 4,762

Kveðja, Stefán Steinþórsson
sími: 866-9282   e-mail: dodge@ba.is

Offline maggifinn

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 1.291
    • View Profile
Umræðan um reglubreytingar
« Reply #4 on: October 23, 2007, 18:03:15 »
Sammála þér Stefán


 Fáar reglur per flokk og fáir flokkar per keppendur.

Offline Jón Þór Bjarnason

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 3.888
    • View Profile
Umræðan um reglubreytingar
« Reply #5 on: October 23, 2007, 20:57:00 »
Quote from: "Dodge"
Þegar menn keppa í kvartmílu geta víst ekki allir unnið..
Númer 1,2 og 16 tel ég vera að hafa flokkana eins fá og mögulegt er
svo úr verði alvöru keppni.
Ekki bara 1 flokkur per tæki.

Þetta vill nú oft verða þannig í umræðunni að menn vilja flokka fyrir sína bíla í staðinn að sníða bílana að flokkunum.
S:899-3819
1995 Pontiac Firebird Trans Am
2006 VW Passat 2.0L HighLine
1974 VW Bjalla 1303 Engine street racing kit
1984 Pontiac Fiero 3800 series II supercharged

einarg

  • Guest
Jurtaolia
« Reply #6 on: November 17, 2007, 22:34:02 »
Jæja,,,nu er eg alveg bit á ykkur,,,ætla að fara að flokka flokkana enn mera upp eftir því hvort menn noti bensin ,,,alcohol ,,,gas eða 2 gassett,,,,???

Mér finnst að allir ættu starta á jöfnu,,,enga helv forskotsflokka sem enginn nennir að spa í hvernig virka nema þið keppendur!!!!


þetta er nú alveg nógu flókið fyrir ykkur eins og það er í dag að keyra þessa flokka svo ég mæli með að þið skiptið þessu upp í 4 cyl,,,6 cyl,,, og 8 cyl,,, og svo verði skylda fyrir alla að vera á JURTAOLÍU svo allir verði á sama eldsneyti,,,og stákar,,,,,heimsfrettirnar!!! fyrsti kvartmíluklubburinn sem yrði umhverfisvænn,,,,,,,,,

Tja bara ábending um að einfalda keppnishaldið!!!
Svo er kannski bara skemmtilegast að hafa þetta útslátt þar sem allir eru í sama flokk og sá fljótasti vinnur!!????
þá kæmu kannski menn að horfa á og finna lyktina af steikingarolíunni!!!!

EinarG
Orðin umhverfissvænn!!!!

Offline 1000cc

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 149
    • View Profile
Umræðan um reglubreytingar
« Reply #7 on: November 22, 2007, 11:09:31 »
Hera skrifar:

Regla 8.3.1 Allar breytingar á vél leyfilegar ef rúmmál helst innan flokks þessi regla kemur í veg fyrir endurnýjun í hjólaflokkunum nema að einstaklingur hafi mikin áhuga á að breyta hjólinu sínu í kvartmíluhjól til að eiga séns í þá sem eru að keppa nú þegar. Auk þess að eyða fullt af fjármunum og breyta aksturseiginleikum hjólsins.

Ég tel að til þess að endurnýjun í hjóladeild geti þróast eðlilega þurfi að vera til flokkar fyrir óbreytt hjól. þeas einu leyfilegu breytingar væru jettun(powercomander) og púst. Strappar, slikkar og allt annað væri bannað. Auðvelt fyrir keppnishaldara að fylgjast með.

Ef þessi breyting yrði að veruleika þá myndi það jafna keppni innan flokka auk þess að auka fjölda keppenda í kvartmílu þar sem einstaklingur þarf ekki í miklar breytingar til að geta átt möguleika  

Regla 8.3.1 Allar breytingar á vél leyfilegar ef rúmmál helst innan flokks

þessi regla á að stoppa að menn, konur í að fara í bora út 1mm er OK en
ekki meira ..


Hjól sem er komið með powercommander og púst (flækju) er ekki standard.Og á því ekki heima í standard flokk.....og + það ertu kominn í 150þús til 200þús í kostnað.

Svo eru slikkar bannaðir í hjóla flokkonum nú þegar nema í of....

Dekkin sem þú talar um sem slikka eru dot merkt og eru þar með ekki slikkar, sem sagt lögleg úti í umferðinni en það eru slikkar ekki... + það
að þessi dekk eru fín á götunni og kosta minna..

standard = allar breytingar bannaðar...ALLAR!..............

kv Diddi.
Ólafur Friðrik Harðarson
olafurfh@internet.is
Yamaha R6 1/4 10.187@136.52
Yamaha R1 1/4 9.220@148.51  1/8 5.956@121.30
King of the street 2011

Offline Hera

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 590
    • View Profile
    • http://www.123.is/honda
Umræðan um reglubreytingar
« Reply #8 on: November 22, 2007, 13:37:43 »
sammála með að allar breitingar ættu að vera bannaðar en þetta blessaða ennnn....

það eru ekki mörg hjól sem eru með upprunalegar nálar af eldri hjólunum auk þess sem mjög mjög margir eru með powercomander í hjólunum og er eitt af því fyrsta sem fólk kaupir auk þess sem margir skipta um pústið fyrst af öllu (td ameríkupústið fær að fjúka allra fyrst).

Ég er ekki að spá í flokk fyrir mig eða þig heldur finnst mér þetta vera spurning um að hafa flokk sem hjólið á götunni getur mætt í þannig fáum við nýliðana inn.
Nú  svo ef áhugin er mikill þá getur þú fengið að keppa við hann  :smt003

Auk þess yrði það afskaplega flókið mál fyrir skoðunnarmenn að ætla að athuga hvort búið sé að setja nálar eða powercomander í hjólin.
Edda Guðna
Never argue with an idiot.
They drag you down to their level then beat you with experience.