Kvartmílan > Aðstoð

Drif?

(1/2) > >>

Jói ÖK:
Jæja nú er ég að pæla í einu sem margir hafa pælt í eflaust.. Það er læsingar?
Hvernig veit ég hvaða drif ég er með? Ég veit að það er Dana 30 undir Volvonum en hvaða hlutöll og hvaða læsingu á maður að kaupa? Þaes ég vill ekki kaupa "Dana 30" læsingu sem passar svo ekki í mína hásingu.
Hvernig veit ég að hún passi áður en ég kaupi hana? Ég held að það séu bara 2 tegundir af hlutöllum í 240 Vollanum og það er 4.10 og 3.73. Ef ég kaupi bara kubbinn í hásinguna með öðru hvoru hlutfallinu breytir það þá nokkru máli? Ætti það ekki bara að passa beint inní og þá annaðhvort breytis hlutfallið eða ekki... :oops:

Heddportun:
Telur tennurnar á kambinum og deilir með fjölda tannana á pinion

Eða telur hversu marga hringu þú þarft að snúa drifskaptinu til að dekkið fari heilan hring

Fáðu þér Tru trac læsingu eða bara rafmagnslæsingu

Hærra drif þýðir meira tq margföldun en minni hraði þ.e. hærra drif þarf betra track

Ef þú breytir drifinu þá verður skekkja í hraðamælinum

Bæði drifin eiga að passa

KiddiJeep:
Það er sama keisingin (húsið sem kamburinn boltast á og inniheldur mismunadrif eða læsingu) í 3.73 og 4.10 hlutfalli í Dana 30. Það er hinsvegar ekki sama keisingin fyrir 3.54 og "hærri" drif (lægri tala)
Sama hvað þú gerir þá þarf alltaf að stilla eitthvað upp á nýtt! Ef þú notar áfram sama drifið (sem væri lang skynsamlegast nema þú viljir breyta hlutfallinu) en skiptir einungis um keisinguna þá þarf ekki að hreyfa neitt við stillingunni á pinjóninum heldur bara á keisingunni. En ef þú vilt skipta um drif (hlutfall) þá þarf að stilla inn allt drifið upp á nýtt.
Nú þekki ég ekki hvernig Volvo menn gerðu þetta en á amerískum bílum er oft plata sem er boltuð með driflokinu og þar í er hamrað hvaða hlutfall er, það er að segja ef hún er ekki týnd eða ryðguð í hönk!

stigurh:
Eftir að hafa lesið bókina um Volvo 240 og ég á tvær útgáfur, þá tel ég margvísleg hlutföll hafa verið notuð án þess að þeir minnist sérstaklega á það að öðru leiti en því að til að vita hvaða hlutfall er í hásingunni verður að lesa á helvítið.

stigurh

jeepcj7:
Á Volvo er  límmiði á aftur hásingunni sem á stendur drifhlutfall.
Kveðja

Navigation

[0] Message Index

[#] Next page

Go to full version