Kvartmílan > Leit að bílum og eigendum þeirra.

2 stk. GTO

<< < (4/4)

ss 97:
það efast ég um pabbi átti þennan bíl 1968 69 og bróðir hann keypti hann svo af honum þannig að brekkulats nafnið var komið á hann fyrir 72

Kiddi:

--- Quote from: "ss 97" ---það efast ég um pabbi átti þennan bíl 1968 69 og bróðir hann keypti hann svo af honum þannig að brekkulats nafnið var komið á hann fyrir 72
--- End quote ---



Jæja þá.. hin meikar nú samt meiri sense.. brekkulatur......  :?   :lol:  :lol:

Anton Ólafsson:
Latur

Sævar Pétursson:
Nafnið Brekkulatur festist á þessum bíl vegna þess að honum var alltaf lagt í brekku í Hafnarfirði, til þess að láta hann renna í gang eins og einhver sagði.
Þessi bíll var fyrst á götunni í Keflavík um 1970 þá hvítur með svartan vinyl.
400 fjórir í gólfi svaða græja. Hann var síðan sprautaður rauður, var hér svoleiðis í einhvern tíma og var svo seldur í bæinn. Maður heyrði ýmsar frægðarsögur af honum eftir það. Sú svalasta var um það þegar kaninn fór til að spyrna við hann á '69 Bossinum af vellinum. Kaninn fór með skottið lafandi milli lappanna inn á völl eftir þá viðureign.
Ég náði í þenna GTO upp við Elliðavatn og fékk í kaupbæti hinn ´67 GTO sem til var í landinu (þeir urðu aldrei fleiri en tveir) Brekkulatur var orðinn miklu meira en latur, hann var orðin mjög rotinn líka, svo ég reif hann. Rúdólf fékk grindina, hún er uppgerð og fín í '66 Le Mans sem er til sölu ef einhver hefur áhuga. Restin fylgdi hinum GTOnum þegar ég seldi hann til Akureyrar. Já og þannig er það nú.

Kveðja
Sævar P.

Navigation

[0] Message Index

[*] Previous page

Go to full version