Kvartmílan > Keppnishald / Úrslit og Reglur
Sunnansandur reglur
gardar:
Sælir
hvernig eru flokkar og reglur hjá ykkur fyrir sand?
Björgvin Ólafsson:
--- Quote from: "gardar" ---Sælir
hvernig eru flokkar og reglur hjá ykkur fyrir sand?
--- End quote ---
Sömu og hjá BA, enda telur þessi keppni til Íslandsmeistara - ef hún er haldin og bætist við mótin hjá okkur.
kv
Björgvin
asgni:
Fólksbílaflokkur:
1. Ökutæki skal vera skráð sem fólksbíll.
2. Aðeins ein drifhásing. Fjórhjóladrifin ökutæki fara í jeppaflokk.
3. Hæðarmunur fremst og aftast á síls má ekki vera meiri en 10 cm.
4. Hámarks hæð hjólbarða skal mælast 33".
5. Í ökutækjum sem eru þaklaus, með blæju eða með plast húsi skal vera veltibogi.
6. Ökutæki sem fari hraðar en 5,49 sek. skulu hafa veltiboga og ökutæki sem fari hraðar en 4,99 sek. skulu hafa veltibúr.
7. Öll ökutæki sem fari undir 5,99 sek. hafi 5 punkta öryggisbelti.
8. Fjarlægja má innréttingu úr ökutækjum sem eru með veltibúr.
9. Óheimilt er að fjarlægja boddýhluti af eða úr ökutækjum, hvorki fyrir eða á meðan keppni stendur yfir, þar með talið vélarhlíf, hurðir og önnur lok.
10. Hjólbarðar skulu vera viðurkenndir af löggildri skoðunarstöð, óskornir og standi ekki út fyrir óbreytta brettabrún.
má nota nitro í þessum flokk?
þarf bíllinn að vera á númerum?
og er alveg bannað að vera með smá brettakanta að aftan?
vona að ég komist í þennan flokk frekar en útbúinn fólksbílaflokk
Dodge:
nítro er leift í öllum flokkum.
Númer eru alldrei skylda.
Engir brettakantar leifðir, þó sleppuru sennilega ef dekkið
stendur ekki utar en þar sem upprunalegt hefði verið.
Hvernig bíl ertu með?
baldur:
Fólksbílaflokkur:
1. Ökutæki skal vera skráð sem fólksbíll.
Ég skil þetta nú þannig að bíllinn þurfi að vera skráður (á númerum!)
Navigation
[0] Message Index
[#] Next page
Go to full version