Author Topic: Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti  (Read 2768 times)

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« on: October 01, 2007, 21:02:59 »
Bara minna á þetta! 8)

http://www.midi.is/concerts/1/4962/



Quote from: "midi.is"
Bílabíó fer fram á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík 3. október nk. Bílabíóið fer fram í flugskýli númer 885 á varnarsvæðinu við Keflavíkurflugvöll. Flugskýlið var áður í eigu Bandaríkjahers. Kvikmyndin American Graffiti verður sýnd. Mörg ár eru liðin frá því að bílabíó var haldið hérlendis og því er til mikils að hlakka.

Margir Íslendingar eru forvitnir um varnarsvæðið og í bílabíóinu gefst þeim tækifæri til þess að sækja einstaklega amerískan viðburð á áður amerískri grundu. Með því að halda bíóið í flugskýlinu er nær tryggt að bíóið geti farið fram þótt veður verði válynd. Þannig verður tæknibúnaður ekki fyrir hnjaski og bílar geta beðið veðrið af sér innandyra ef svo ber undir. Í öllu falli verður veðurguðunum ekki leyft að hindra framgang sýningarinnar.

Kvikmyndin American Graffiti (1973) eftir George Lucas verður sýnd í bílabíóinu. Myndin gerist árið 1962 og er að margra mati með því amerískasta sem gerist – eins konar endurlit frá gullöld Bandaríkjanna. Myndin segir af fjórum vinum sem ákveða að rúnta um bæinn og njóta lífsins til fulls síðasta kvöld sumarsins - síðasta kvöldið áður en þeir halda hver í sína áttina í háskóla. Myndin inniheldur allt sem amerískt er: stóra bíla, rokk og ról, og að sjálfsögðu kornungan Harrison Ford. Ron Howard og Richard Dreyfuss stigu einnig sín fyrstu skref á ferlinum í þessari sögufrægu mynd. Ógleymanleg tónlist í meðförum útvarpssnúðsins Wolfmans Jacks bindur myndina saman og hefur lifað góðu lífi ein og sér áratugum eftir að myndin kom út.

Skyldumæting fyrir ástfangin pör!

Miða í bílabíóið er hægt að nálgast á upplýsingamiðstöð hátíðarinnar á Hressó (Austurstræi 20)


Skora á þá sem ætla að mæta að koma á sparikerrunum! Flott að mynda alvöru stemningu í kring um þetta! :wink:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

AlliBird

  • Guest
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« Reply #1 on: October 01, 2007, 21:17:35 »
Ég ætla ekki að mæta.  :smt095
Ég er fúll.  :(
Hljóðið verður sent út á FM bylgju en flestir orginal stássbílar eru náttlega bara með AM.  :?

Þetta er bara svindl....

Offline Moli

  • On the bumper looking at god
  • *******
  • Posts: 6.016
  • www.musclecars.is
    • View Profile
    • http://www.musclecars.is
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« Reply #2 on: October 01, 2007, 22:53:54 »
híhí.. ég er með FM í Mustang! Stefni á að mæta! :mrgreen:
Magnús Sigurðsson.
www.musclecars.is
1971 Chevrolet Nova
1969 Ford Mustang 351W
1970 Ford Cortina
bilavefur.net á YouTube
mc@internet.is

Offline Valli Djöfull

  • Doing 20ft wheelies
  • ******
  • Posts: 2.714
    • View Profile
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« Reply #3 on: October 02, 2007, 00:30:38 »
Quote from: "Dartalli"
Ég ætla ekki að mæta.  :smt095
Ég er fúll.  :(
Hljóðið verður sent út á FM bylgju en flestir orginal stássbílar eru náttlega bara með AM.  :?

Þetta er bara svindl....

Pfff, tekur bara með þér ghettoblaster!  8)



Félagi minn átti Rambler American 440 '66, orginal útvarp (sem virkaði ekki hehe) og hann var alltaf með ghettoblaster með sér á rúntinum  :lol:
Valbjörn Júlíus Þorláksson - GSM: 820-8488

Offline M_1966

  • Playing NHRA on playstation
  • *
  • Posts: 14
    • View Profile
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« Reply #4 on: October 02, 2007, 14:20:32 »

Offline gaulzi

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 135
    • View Profile
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« Reply #5 on: October 02, 2007, 16:59:06 »
Má maður ekki alveg mæta þó svo að aðalkerran sé ekki keyrsluhæf í augnablikinu?  :oops:
Guðlaugur Árnason #1139
Pontiac Firebird Trans Am '86 - í vinnslu :oops:
Jeep Grand Cherokee Laredo '97

Offline motors

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 944
  • * Plymouth Valiant V8 1975*
    • View Profile
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« Reply #6 on: October 05, 2007, 08:39:54 »
Hvernig heppnaðist þessi sýning?mættu margir? 8)
.
                   Birgir Ellertsson
                     
Plymouth Valiant Brougham 2drht, V8  árg 1975.

Offline Damage

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 593
    • View Profile
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« Reply #7 on: October 05, 2007, 11:47:04 »
voru fullt af bílum en þeir týndist hægt og rólega í burtu
hljóðið var ekki í samræmi við myndina en þetta var ananrs mikið fjör
Hafsteinn
1992 Toyota Mr2 Turbo 3S-GTE

Offline Racer

  • Staged and NOS activated
  • *****
  • Posts: 2.464
    • View Profile
Bílabíó nk. Miðvikudagskvöld > American Graffiti
« Reply #8 on: October 05, 2007, 19:49:57 »
fannst meira vit í bílunum sem mættu en myndinni en ég hef nú séð myndina áður og fannst ekkert vit í að sitja í bílnum mínum kyrr en ég tolldi þar til loka spyrnan endaði
Davíð Stefánsson
KK Member 2015 #857

Offline Ómar Firebird

  • In the burnout box
  • ***
  • Posts: 171
    • View Profile
Bíla bíó.
« Reply #9 on: October 08, 2007, 15:11:37 »
Þetta var alveg glatað !!!
Eina góða við þetta var það að nóg af stæðum var til staðar og veggurinn stór og góður..

En hljóðið var alveg í rusli og svo kveikt á kösturum utan á húsinu þannig maður sá ekkert hvað var að gerast og var engan veginn 1000kr, virði!! fyrir utan hvað það kostar síðan að keyra á svona 8cyl, bensínhák til keflavíkur.

En ef það verður aðeins betur að þessu staðið næst þá ekkert annað en að gera en að mæta á staðinn með bros á vör og njóta góðrar myndar :D
"79 Trans Am leiktæki
300cc KTM leiktæki